Gjafmildir Oddfellow-ar komu færandi hendi
Rausnarlegar gjafir bárust almennu göngudeildinni á Sjúkrahúsinu á Akureyri í vikunni. Oddfellow St. nr. 15 Freyja I.O.O.F á Íslandi gaf einn lyfjastól og hliðarborð. Oddfellow St. nr. 2 Sjöfn, St. nr.15 Freyja. St. nr. 25 Rán, Rst. nr. 2 Auður og Rst. nr. 16 Laufey I.O.O.F. á Íslandi gáfu að auki annan lyfjastól og hliðarborð. Greint er frá þessu á Facebooksíðu SAk
Þar kemur jafnframt fram að góðvinur deildarinnar, Eyþór Jónsson hafi farið út í samfélagið og safnaði fyrir fjórum vökvateljurum á standi, tveimur lyfjastólum og hliðarborðum, sjálfvirkri kaffivél og tveimur kollum á hjólum. Þá segir að það hafi verið að frumkvæði Eyþórs að Oddfellowar gáfu stóla og borð en hann hafði sent þeim bréf þar sem hann óskaði eftir þeirra stuðningi.
„Lyfjameðferðum hefur verið að fjölga á undanförnum árum og oft verið vandræði með að finna sæti fyrir alla þá sem koma og þurfa á lyfjagjöfum að halda. Þessar gjafir eiga því eftir að nýtast deildinni mjög vel.
Starfsfólk almennu göngudeildarinnar þakkar kærlega fyrir þessar góðu gjafir,“ segir í færslunni.