Fréttir

Karamella og köngull - Jólatrésskemmtun í Kjarna

Dansað verður í kringum jólatré við grillhúsið á Birkivelli nú kl. 14 í dag. Samkoman er samstarf jólasveina, Skógræktarfélags Eyjafjarðar og Félags eldri borgara á Akureyri.

Lesa meira

Nær 90% telja mikilvægt að Reykjavíkurflugvöllur sé á sama stað

Langflestir eru mjög eða frekar sammála því að Reykjavíkurflugvöllur sé nauðsynlegur til að halda tengslum við höfuðborgina. Þetta kom fram í netkönnun sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri framkvæmdi fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi eystra.

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir hjólaði yfir þúsund kílómetra á 46 tímum

„Ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér að hafa ákveðið að gera þetta. Ég var alltaf að bíða eftir því að líkaminn myndi bara segja stopp en alltaf gat ég haldið áfram, ég vissi alveg að hausinn gæti þraukað lengi,“ segir Hafdís Sigurðardóttir hjólreiðakona, bæði Akureyrar og Íslands en hún vann það afrek um s.l. helgi að hjóla 1012 kílómetra og var samfleytt að í 46 klukkutíma. Hún byrjaði á föstudegi kl. 15 og var að fram yfir hádegi á sunnudag.

Lesa meira

Jólaaðstoð Velferðarsjóðs Þingeyinga eykst á milli ára

Samhjálpin gríðarlega mikilvæg, segir sóknarprestur

Lesa meira

Áhersla á börn og barnafjölskyldur í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar

Tilkynning: Fyrsta fjárhagsáætlun nýs kjörtímabils liggur nú fyrir. Megináhersla meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar er að hlúa að börnum og barnafjölskyldum, eldri borgurum og tekjulægri hópum.

Lesa meira

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning hafin!

Fyrr í vikunni undirritaði Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni (FVSA) / Landssamband íslenzkra verzlunarmanna (LÍV) nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins (SA) og Félag atvinnurekenda (FA). Vikublaðið náði tali af Eið Stefánssyni, formanni FVSA og samninganefndar LÍV.

Lesa meira

Leikskólabörn eru vel meðvituð um hávaða en kenna öðrum börnum um.

Árið 2016 veitti norræni NORDplus sjóðurinn þremur raddfræðingum (frá Íslandi, Finnlandi og Svíþjóð) tvískiptan styrk. Annars vegar var hann ætlaður til að gera rannsókn á áliti leikskólabarna á hávaða í leikskólum og til að kanna þekkingu/álit  þeirra á rödd, raddheilsu og munnlegum samskiptum. Hins vegar var tilgangurinn til að semja kennsluefni til að fræða börn og leikskólakennara um rödd, raddheilsu og raddmenningu.

Lesa meira

Murmansk svarar Akureyri

Eins og fólki er eflaust í fersku minni samþykkti Bæjarstjórn Akureyrar á fundi sínum  í haust að slíta vinabæjarsambandi Akureyrar við Murmansk jafnframt þvi sem  bærinn sagði sig úr samtökunum Northern Forum.  Þessi ákvörðum var tekin vegna innrásar Rússlands í Úkraínu.   

Lesa meira

Vilja byggja á Viðjulundi 1

Skipulagsráð Akureyrar tók fyrir á fundi sínum í þessari viku erindi frá Ágústi Hafsteinssyni fyrir hönd Klettabjargar efh þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr, 1 við Viðjulund.

Lesa meira

Þankar Ingólfs Sverrissonar XV

Fæðuöryggi var ekki efst á baugi fyrri hluta síðustu aldar þegar hætta var á að landið einangraðist vegna stríðsátaka.  Landsmenn höfðu mun meiri áhyggjur af kolaskorti, að þeir gætu ekki hitað upp híbýli sín og vatn af þeim sökum. Hvorugt var hægt án kola sem voru í miklum birgðum niðri á Oddeyri og í miðbænum; því stærri sem kolafjöllin voru veittu þau bæjarbúum meira öryggi. Frá þeim var ekið með kolin í stórum strigapokum í öll hús bæjarins. Til þess voru brúkaðir sérhannaðir vörubílar með pöllum sem voru lægra settir en almennt gerðist á vörubílum.  Því áttu kolakarlarnir  auðveldara með að ná pokunum af pöllunum beint á bakið og gengu síðan með þá í húsin. Þeir voru ávallt með þykka skinnsvuntur á bakinu til hlífðar og þær spenntar með breiðum skinnólum fram á brjóst. Þegar kolakarlarnir roguðust dökkir á brún með þessa stóru og þungu poka af kolabílunum þótti okkur strákunum að þarna færu ofurmenni og tæpast af þessum heimi; sannkallaðir púlsmenn.

Lesa meira