Fréttir

Samstaða og slagkraftur skilar árangri

Þann 19. janúar næstkomandi verða Mannamót Markaðsstofa landshlutanna haldin. Mannamót hafa vaxið mjög sem viðburður síðustu ár, eins og norðlensk ferðaþjónusta sem hefur alltaf verið áberandi á Mannamótum og vakið verðskuldaða athygli. Þar hefur sú samstaða sem hefur ríkt meðal norðlenskra ferðaþjónustu fyrirtækja skipt miklu máli. Samstaðan og slagkrafturinn hefur einnig skilað því að næsta sumar munu fjögur flugfélög bjóða upp á millilandaflug til Akureyrar. Þar býr að baki mikil vinna við markaðssetningu áfangastaðarins og ferðaþjónustunnar, og áherslan er sem áður á að efla ferðaþjónustu sem heilsárs atvinnugrein.

Lesa meira

Samstarf um starfsstöð í náttúrurannsóknum á Bakkafirði

SSNE og Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hafa gert með sér samning sem hefur það að markmiði að koma á samstarfi um stofnun starfsstöðvar í náttúrurannsóknum á Bakkafirði.

Lesa meira

Hlíðarfjall opnað á morgun föstudag

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli ofan Akureyrar verður opnað kl. 16 á morgun og verður opið alla helgina frá kl. 10-16.

Lesa meira

Fjölsmiðjan á Akureyri 15 ára

Fjölsmiðjan á Akureyri var stofnuð 9. júlí 2007 og hófst starfsemi við endurbætur á húsnæði við Óseyri 1a í september sama ár. 8. mars 2008 var húsnæðið formlega opnað eftir endurbætur, en vorið 2014 flutti Fjölsmiðjan í stærra húsnæði við Furuvelli 13 og er þar enn til húsa. Stofnaðilar Fjölsmiðjunnar voru Rauði krossinn, Akureyrarbær, Vinnumálastofnun, Eining-Iðja og FVSA.

Lesa meira

Háborðið í Hrísey er tilbúið

Lokið er framkvæmdum við hið svokallaða Háborð í Hrísey en það er vinsæll áfanga- og áningarstaður þeirra sem fara í gönguferðir um eyjuna. Það er á hæð með vítt útsýni til allra átta. Þar liggja saman þrjár af fjórum merktum gönguleiðum um eyjuna og því þykir gott að hvílast þar, snæða nestisbita og skyggnast til allra átta. Auðvelt er að komast að Háborðinu nema í miklum snjóþyngslum.

Lesa meira

Minningargjöf til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis.

Hörður Óskarsson hefur seinustu fimm ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010. Hörður smíðar fallegt skart úr gamalli mynt sem hann selur undir merkjum Mynthringar og allskonar á Facebook

Lesa meira

Sá fjórði, Þvörusleikir!

Þvörusleiki þótt alls ekki ónýtt að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús hvenær sem tækifæri gafst til þess að ná sér í slíka. Annars er þvara  stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif svo það sé sagt.

Lesa meira

Edelweiss Air flýgur til Akureyrar frá Zurich

Eitt fremsta flugfélag Sviss, Edelweiss Air, mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zurich næsta sumar. Flogið verður á föstudagskvöldum til Akureyrar og svo strax til baka til Zurich í næturflugi. 

Lesa meira

Þróa samsett leður úr afgangs fiskroði

Nýsköpunarfyrirtækið AMC fékk nýverið tveggja ára Sprota styrk frá Rannís upp á samtals 20 milljónir til að þróa fyrsta samsetta fiski leðrið á Íslandi.

Lesa meira

Staða hitaveitu Norðurorku

Umræðan um hitaveitur á Íslandi hefur trúlega ekki farið fram hjá mörgum undanfarnar vikur. Hitaveitur víða um land eru komnar að þolmörkum varðandi það að geta annað eftirspurn á köldustu dögum ársins og nú hefur víða verið gripið til þess ráðs að loka sundlaugum á Suðurlandinu.

Lesa meira