Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum
Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.