Fréttir

Skrá sögu Völsungs á rafrænu formi

Sögunefnd Völsungs sett á laggirnar í tilefni 100 ára afmælis

Lesa meira

Sjómenn feldu nýgerðan kjarasamning

Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands feldu nýgerðan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi með afgerandi hætti en tilkynnt var um niðurstöður atkvæðagreiðslu um samningin nú síðdegis.  Trausti Jörundarson er formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, vefurinn innti hann eftir viðbrögðum hans við fréttum  dagsins.  

Lesa meira

Stellurnar

Í haust verða 50 ár liðin frá því að Útgerðarfélag Akureyringa  festi kaup á systurskipum frá Færeyjum Stellu Kristinu og Stellu Karínu en Stellurnar  eins og þær voru kallaðar reyndust mikil happaskip og í augum þeirra sem þannig augu hafa einhver fallegustu fiskiskip sem sést hafa við Íslandsstrendur.   Sigfús Ólafur Helgason hugmyndasmiður á Akureyri fékk þá flugu í höfuðið á dögunum að kanna með smíði á líkani af þeim ,,systrum".  Sigfús sem lætur sér yfirleitt ekki nægja að fá hugmynd heldur kemur hann henni á koppinn fór í málið. 

Lesa meira

„Þyrnum stráð ganga á sviði dægrastyttingar“

Þankar gamals Eyrarpúka

Lesa meira

Viðbygging við Hrafnagilsskóla - Öll tilboð yfir áætlun og var hafnað

Þrjú tilboð bárust í framkvæmdir við viðbyggingu í Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit – útboð á byggingu leikskóla. Lægsta tilboðið var upp á 126% af kostnaðaráætlun.

Framkvæmdaráð Eyjafjarðarsveitar lagði til að öllum tilboðum yrði hafnað og hefur sveitarstjórn tekið undir þá tillögu. Lagði ráðið jafnframt til við sveitarstjórn að hafin yrði undirbúningur að samningskaupsferli við þá verktaka sem skiluðu inn tilboðum í verkið þegar öll gögn liggja fyrir. Um er að ræða annan áfanga verkefnisins við Hrafnagilsskóla.

Sveitarstjóra hefur verið falið að undirbúa nýtt innkaupaferli og afla fullnægjandi útboðsgagna

Lesa meira

Ný skemma í byggingu til að auka framleiðslu skógarplantna

-Ný vélasamstæða sett upp á næstunni sem eykur framleiðslu upp í 7 til 8 milljónir plantna á ári

Lesa meira

Um 750 grunnskólanemendur kynntu sér ólík störf

Þann 3. mars sl. stóðu náms- og starfsráðgjafar í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir Starfamessu í fimmta sinn

Lesa meira

Enn af málum Strandgötu 3 eða BSO

Bæjarráð Akureyrar tók á fundi sínum í morgun fyrir bréf frá stjórnendum BSO þar sem þeir fara fram á framlengingu á stöðuleyfi stöðvar þeirra við Strandgötu.

Lesa meira

Nýtt gjaldkerfi á bílastæðum á Akureyri hefur virkað

Bílastæði í miðbæ Akureyrar eru allt of mörg, fjöldinn er um 1.100 í allt og gróflega áætlað er nýting á aðalbílastæðum þar of lág, rétt um 50%, en ætti að vera á bilinu frá 60 til 85%. Til samanburðar er nefnt að fjöldi bílastæða í miðborg Kaupmannahafnar er 1050 og stendur til að fækka þeim um helming í ár. Þetta kemur fram í skýrslu sem lögð hefur verið fram í skipulagsráði um stýringu bílastæða á Akureyri og innleiðingu gjaldskyldu.

Lesa meira

Hringferð Volaða Lands

Volaða Land, kvikmynd Hlyns Pálmasonar verður frumsýnd hér á landi 10. mars næstkomandi. Í framhaldinu hyggst leikstjórinn ásamt aðalleikurunum þeim Ingvari E. Sigurðssyni og Elliott Crosset Hove halda í hringferð um landið með myndina. Þannig er ætlunin að hafa sérstakar sýningar þar sem áhorfendum gefst tækfiæri til að spjalla við leikstjórann og leikarana að sýningu lokinni. Þessar sýningar munu fara fram þann 10. mars á Ísafirði, 11. mars á Patreksfirði og á Akureyri og 12.mars á Seyðisfirði.  

Lesa meira