Fréttir

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á  Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt  mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.

Lesa meira

„Boltinn er núna hjá þingmönnum“

Full­trú­ar Norðurþings og stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar funduðu með full­trú­um flug­fé­lags­ins Ern­is á mánudag til að ræða framtíð áætl­un­ar­flugs til Húsa­vík­ur

Lesa meira

Reikna með að steypa kirkjutröppurnar fyrir veturinn

Stórum hluta undirbúnings fyrir uppsteypu á kirkjutröppunum er lokið en þegar mokað var frá efsta vegg gömlu snyrtinganna kom í ljós að steypa þurfti utan á vegginn að hluta áður hægt væri að bræða vatnsvörn á hann, einangra og leggja drenlagnir

Lesa meira

Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið

Lesa meira

Óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir

,,Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt“ Þetta er úr bókun bæjarráðs Akureyrar en fyrirhuguð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri var til umræðu á fundi ráðsins i morgun.

Lesa meira

Lenti í rútuslysi,,Mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum"

 „Ég tók sætið hennar mömmu í þessari ferð, hún ætlaði að fara en breytti um kúrs og fór annað og ég hoppaði inn í staðinn. Ég er mest ánægður með að mamma lenti ekki í þessum ósköpum,“ segir Ólafur Aron Pétursson starfmaður á búsetukjarna við Sporatún sem var einn þeirra starfsmanna Akureyrarbæjar sem lenti í rútuslysi skammt sunnan við Blönduós í liðinni viku. Hópurinn var að koma heim eftir ráðstefnuna Þjónandi leiðsögn sem haldin var í Portúgal. Ríflega 20 manns voru um borð þegar rútan valt og rann eftir þjóðveginum. Þeir sem voru mest slasaðir voru fluttir með þyrlu á Landspítala og með sjúkraflugi.

Lesa meira

Snæþór Jósepsson bikarmeistari 2023 í RallyCross.

Um helgina fór fram Rednek Bikarmótið í Rally Cross í hrauninu í Hafnarfirði. Um er að ræða tveggja daga mót þar sem allir helstu rally krossarar landsins mæta og leggja allt í sölurnar í von um bikarinn. Heildarfjöldi keppenda í Hafnarfirði voru 70  og var mótið  það fjölmennasta  sem haldið hefur verið í yfir 25 ár.

Lesa meira

Þar verði stuð!

Breyting á aldurssamsetningu kallar á breytta hugsun í skipulagi. Huga þarf betur að þörfum og þjónustu til handa eldri borgurum sem vilja njóta lífsins fram á efri ár. Landssamband eldri borgara hefur talað fyrir nýrri hugsun í nálgun við húsnæðiskosti eldra fólks, svokallaða lífsgæðakjarna sem eru af danskri fyrirmynd. Í slíkum kjörnum er lögð áhersla á fjölbreytt búsetuform.

Lesa meira

Vegleg minningargjöf

Þór/KA mætti liði Breiðabilks  í gær á VÍS-vellinum (Þórsvelli) en leikurinn var liður i  úrslitakeppni  Bestu deildar kvenna.  Heimastúlkur  hrósuðu góðum sigri 3-2 en þær Karen María, Sandra María  og Una Móeiður skoruðu mörk Þór/KA   Leikurinn var leikinn í minningu  Guðmundar Sigurbjörnssonar en hann lést fyrir aldarfjórðung langt fyrir aldur fram einungis 49 ára . 

Guðmundur sem starfaði sem hafnarstjóri  á Akureyri var einnig formaður Þórs  og  vann gríðarlega gott starf á báðum stöðum.

Lesa meira

Ærandi þögn um Húsavíkurflugið

Egill P. Egilsson skrifar um áhugaleysi um framtíð áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll

Lesa meira