Trésmiðjan Börkur hættir starfssemi á Akureyri
31. mars, 2023 - 16:04
Gunnar Níelsson - gunnar@vikubladid.is
Öllu starfsfólki Trésmiðjunnar Barkar á Akureyri var sagt upp störfum í gær og mun verða skellt i lás í seinasta lagi um mánaðarmótin maí-júni nk. Starfsmenn Barkar á Akureyri eru 19 talsins.
Trésmiðjan Börkur var stofnuð á Akureyri árið 1970 og hefur alla tíð lagt áherslu á smíði glugga og hurða. Það var i apríl 2018 að Lyf og heilsa kaupir fyrirtækið en nú er saga Barkar á Akureyri að líða undir lok.
Nýjast
-
Hvenær kemur miðbærinn sem beðið var um?
- 29.03
Í september 2004 var haldið íbúaþing á Akureyri, undir yfirskriftinni Akureyri í öndvegi. Þar kom saman fjöldi bæjarbúa sem lét sig varða framtíð bæjarins, sérstaklega miðbæjarins. Það var orka í loftinu, von og skýr sýn þessara 1600 þátttakenda sem þarna voru. Við vildum lifandi miðbæ. Göngugötur, menningu, kaffihús, verslanir og fjölbreytt mannlíf í hjarta bæjarins sem væri bæði opinn og aðlaðandi. En hvað gerðist? Í stuttu máli: Ekki neitt. Eða réttara sagt – of lítið og of hægt. -
Bílastæði við Flugsafnið ekki fyrir flugfarþega
- 29.03
„Það skiptir okkur máli að fólk virði að bílastæðin eru ætluð gestum okkar og þeim sem starfa á safninu, starfsfólki og sjálfboðaliðum,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir safnstjóri Flugsafns Íslands á Akureyrarflugvelli. -
Yfir 100 manns á folaldasýningu í Pcc Reiðhöllinni
- 29.03
Hestamannafélagið Grani á Húsavík og nágrenni stóð fyrir stórglæsilegri folaldasýningu í samstarfi við hestamannafélagið Þjálfa í PCC Reiðhöll félagsins -
Ófremdarástand í húsnæðismálum eldri borgara á Akureyri
- 28.03
„Þetta er algjört ófremdarástand, það verður ekki orðað öðruvísi,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri, EBAK og vísar til þess að skortur er á viðunandi félagsaðstöðu fyrir eldri borgara í bænum. Félagið skoraði á aðalfundi sínum nýverið, á Akureyrarbæ að bæta félagsaðstöðu EBAK þannig að hún samrýmist kröfum um vaxandi starfsemi félagsins. -
Eftirspurn eftir lóðum fyrir frístundahús og íbúðir á Hjalteyri
- 28.03
Sveitarstjórn Hörgársveitar hefur samþykkt að hefja vinnu við fjölgun frístundalóða í landi þess á Hjalteyri og einnig að skoða uppbyggingu á tjaldsvæði. Fjallað var um fjölgun frístundalóða og tjaldsvæði á Hjalteyri á fundi sveitarstjórnar. -
Hymnodia og Scandinavian Cornetts and Sackbuts
- 28.03
Hymnodia tekur á móti endurreisnarhópnum Scandinavian Cornetts and Sackbuts á tónleikum í Akureyrarkirkju sunnudaginn 30. mars kl. 17 -
Lionsklúbbur Akureyrar afhendir SAk veglega gjöf
- 28.03
Í gær var tekið í notkun ný aðstaða sjúkra- og iðjuþjálfunar á Sjúkrahúsinu á Akureyri, við það tilefni afhenti Lionsklúbbur Akureyrar Sjúkrahúsinu á Akureyri veglega gjöf, svokallaðan fjölþjálfa. Tækið er einstakt fyrir margra hluta sakir, þá ekki síst hversu vel það gagnast mörgum sjúklingahópum, þá sérstaklega þeim sem ekki geta nýtt hefðbundin þolþjálfunartæki eins og göngubretti eða þrekhjól. Tækið getur gagnast fólki með verulega takmarkaða hreyfigetu og jafnvægisvandamál, auk þess sem að það er gott aðgengi að því fyrir þau sem þurfa að notast við hjólastóla. Tækið nýtist fyrst og fremst sem þolþjálfunartæki en einnig til að byggja upp styrk og liðleika. -
Þokkaleg bjartsýni ríkjandi innan ferðaþjónustunnar á Norðurlandi
- 27.03
„Við finnum fyrir þokkalegri bjartsýni á gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Norðurlandi. Það er ekki farið að bera neitt á afbókunum t.d. frá Bandaríkjamönnum,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Vangaveltur hafa verið upp að dregið gæti úr ferðahug þarlendra í kjölfar þess að haldið er með öðrum hætti um stjórnartauma þar en við eigum að venjast eftir að Trumpstjórnin tók við völdum.