Knattspyrnudómarafélag Norðurlands styrkir Krabbameinsfélag Akureyrar

Frá afhendingu styrksins frá hægri Aðalsteinn Tryggvason, formaður, Eva Óskarsdóttir frá Krabb og Pa…
Frá afhendingu styrksins frá hægri Aðalsteinn Tryggvason, formaður, Eva Óskarsdóttir frá Krabb og Patrik Guðmundsson stjórnarmaður KDA

Sl. laugardagskvöld fór fram úrslitaleikur í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu sem  KDN stóð fyrir þegar Þór  og KA mættust i úrslitaleik i Boganum.  Leiknum lauk með sigri KA 3-0.

Ákveðið var að öll innkoma á leiknum færi til Krabbameinsfélags Akureyrar og  voru undirtektir frábærar, leikmenn og þjálfarar beggja liða ásamt dómurum leiksins  borguðu sig inn og áhorfendur létu ekki sitt eftir liggja. 

Formaður KDN Aðalsteinn Tryggvason ásmat  Patrik Guðmundssyni stjórnamanni KDN afhentu í morgun Evu Óskarsdóttur markaðs og móttökustjóra hjá Krabbameinsfélaginu afraksturinn sem, voru 200.000 krónur.

Nýjast