Fyrsta skemmtiferðaskipið kemur á morgun 1 apríl
Fyrsta skemmtiferðaskipið sem heimsækir Akureyri þetta ferðatímabil leggst við Oddeyrarbryggju á morgun en það er Ms Bolette sem áður hét Ms Amsterdam og kom nokkuð reglulega hingað undir því nafni.
Skipið er tæplega 240 metra langt 12 hæðir og getur tekið 1380 farþegar sem njóta þjónustu 650 áhafnarmeðlima. Eitthvað færra er um borð að þessu sinni.
Að sögn Sigurðar Péturs Ólafssonar hafnarstjóra má vænta þess að í sumar komi 220 skemmtiferðaskip í Akureyrar og með þeim líklega u.þ.b. 185.000 ferðamenn.
Það verða ekki bara skipakomur til Akureyrar í sumar því Grímseyingar mega vænta þess að 56 skip heimsæki þá, 6 skip koma við í Hrísey og 1 til Hjalteyrar.