Matargjafir - Farið að spyrja um páskaeggin

Það hafa ekki allir efni á því að kaupa páskaegg handa börnum sínum.
Það hafa ekki allir efni á því að kaupa páskaegg handa börnum sínum.

 „Nú þegar líður að páskum eru margir farnir að spyrja hvort Matargjafir fái einhver páskaegg til úthlutunar í ár,“ segir Sigrún Steinarsdóttir sem hefur umsjón með hópnum Matargjafir á Akureyri og nágrenni á facebook.

 „Ég get ekki sagt til um nú hversu margir óska eftir að fá páskaegg, en miðað við hvað fátækt hefur stóraukist í samfélaginu og mörg börn sem búa við slíkt ástand þá giska ég á að beiðnir í ár verði fleiri en í fyrra, því miður,“ segir hún.

 Sigrún hefur óskað eftir því við velunnara síðunnar, þá sem eru aflögufærir að gauka því að sér, því þá verði „mörg börn glöð því ekki hafa allir foreldrar efni á að kaupa páskamat og páskaegg.“

Hún segir árið hafa verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Að jafnaði berist 8 til 9 beiðnir á hverjum degi. „Það eru líka margir sem sækja mat í kistuna  og það eru yfirleitt þeir sem ekki sækja um matarstyrk í formi inneignarkort, heldur nýta sér það sem er í boði hverju sinni í matarkistunni.

 

Nýjast