Þá er ballið byrjað í Eyjafjarðará

Benjamín Þorri með ,,vin sinn
Benjamín Þorri með ,,vin sinn" 67 cm langan sjóbirting nú i morgun.

Það er brostið á með veiði í Eyjafjarðará eða eins og góður maður segir  ,,þar tifa blöðkur.“  Á Facebooksíðu árinnar má lesa þessi tíðindi af ferðum Benjamíns Þorra  Bergssonar.

Hann Benjamín Þorri var að landa þessum spikfeita 67cm sjóbirtingi á svæði 3. Birtingurinn gein við hinni gullfallegu flugu Squirmy Worm #10.  Við fréttum af því að það hefði veiðst 83cm birtingur á sama svæði í opnuninni og munum birta mynd af þeim slöttólfi þegar hún berst okkur.  Benjamín Þorri er ótrúlega flinkur veiðmaður, það eru ekki bestu skilyrði  til veiða núna en það stoppar hann ekki.    Við fréttum af því að það hefði veiðst 83cm birtingur á sama svæði í opnuninni og munum birta mynd af þeim slöttólfi þegar hún berst okkur.

Það eru margar sjóbirtingsár á Íslandi en umsjónarmaður þessarar síðu ætlar að leyfa sér að fullyrða, að það sé leitun að á sem fóstrar birtingana sína betur yfir veturinn en Eyjafjarðará.
Nær allir birtingar sem veiðast á vorin eru á pari við þann sem sést á þessari mynd, spikfeitir og vel á sig komnir.

Hafir þú áhuga á að bjóða þeim upp í dans, er hægt að nálgast laus veiðileyfi hér: https://sala.eyjafjardara.is/permits/eyjafjardara

 

Nýjast