Hver verður Akademón vefsíðunnar?

AkureyrarAkademían hefur tekið í notkun nýja vefsíðu, sjá á akak.is. Í tilefni af því bjóðum við upp á skemmtilegan leik sem felst í því að leysa lauflétta krossgátu sem er á forsíðu nýju síðunnar. Til þess að gera það þarftu að setja þig í spor Sherlock Holmes, skoða upplýsingar á síðunni og ráða krossgátuna og finna lausnarorðið, og senda það inn með því að smella á textahnappinn fyrir neðan krossgátuna. Við ætlum að draga úr réttum innsendum lausnarorðum, þriðjudaginn 11. apríl nk. Einn heppinn einstaklingur verður Akademón vefsíðunnar og fær verðlaun að auki.

 Um AkureyrarAkademíuna

AkureyrarAkademían er fræða- og þekkingarsetur á Akureyri, stofnað árið 2006, og er til húsa í verslunarmiðstöðinni við Sunnuhlíð 12, Akureyri. Við bjóðum einstaklingum upp á vinnuaðstöðu til að sinna sínum hugðarefnum og almenningi upp á viðburði, ýmist á eigin vegum eða í samstarfi við aðra. Háskólanemar og fjölbreyttur hópur vísinda-, fræði- og listamanna sem og frumkvöðla hafa notið vinnuaðstöðu hjá okkur um lengri eða skemmri tíma. Við höfum staðið fyrir fjölmörgum viðburðum sem hafa auðgað mannlíf og menningarstarf á Akureyri þar sem áhersla hefur verið lögð á að kynna fjölbreytt viðfangsefni með aðgengilegum og áhugaverðum hætti, virkja almenning til þátttöku og stuðla að umræðum.

Segir í tilkynningu  frá AkureyrarAkademíu

Nýjast