Bókasafn VMA fær pólskar bækur að gjöf

Sendiherrahjónin Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska og Valgerður Húnbogadótt…
Sendiherrahjónin Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska og Valgerður Húnbogadóttir, starfsmaður bókasafnsins í VMA.

Pólsku sendiherrahjónin á Íslandi, Gerard Pokruszyński og Margherita Bacigalupo Pokruszainska, komu færandi hendi á bókasafn VMA á dögunum og færðu skólanum að gjöf nokkrar pólskar bækur sem hugsaðar eru til lesturs fyrir pólska nemendur í VMA.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni eru Pólverjar lang fjölmennastir innflytjenda hér á landi. Nærri lætur að þeir séu um tuttugu og fimm þúsund eða um 35% innflytjenda á Íslandi. Í VMA eru nú 29 nemendur af pólskum uppruna.

Með bókagjöfinni vill pólska sendiráðið leggja sitt af mörkum til þess að pólskir nemendur í VMA hafi möguleika til þess að lesa pólsku og viðhalda þannig tungumálinu betur segir í frétt á vefsíðu VMA.  Í mörgum grunnskólum víða um land fá pólskir nemendur kennslu á pólsku og til stendur að setja á stofn nám í pólsku við Háskóla Íslands.

Nýjast