20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Mjög góð þátttaka í kvennaverkfalli á Húsavík og Akureyri
Konur og kvár á Akureyri og á Húsavik létu sig ekki vanta á baráttufundi sem haldnir voru í dag og má með sanni segja að góður andi hafi verið ríkjandi, samstaðan algjör.
Á Akureyri var safnast saman á Ráðhústorgi þar sem aðalræðurmaður var Ásta F. Flosadóttir - Höfða í Grýtubakkahreppi sviðsstjóri hjá Þingeyjarsveit. Tónlistaratriði voru og almennur söngur.
Á Húsvík var komið saman í fundarsal Stéttarfélagana og er áætlað að u.þ.b 300 konur hafi mætt. Aðalræðu dagsins flutti Ósk Helgadóttir vara formaður Framsýnar.
Myndirnar segja meira en mörg orð.