20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Jonna opnar sýninguna Hlýnun í Hofi
Jonna, Jónborg Sigurðardóttir opnar sýningu sína Hlýnun í Hofi laugardaginn 21. október kl. 15.
Jonna notar myndlist sína til að vekja athygli á samfélagslegum þàttum. Verkin á sýningunni eru óhefðbundinn textílverk sem vísa í ruglið og bullið í neyslu okkar og það sem er að gerast í heiminum. Hamfara hlýnun, bràðnun jökla og fleira. Þar eru líka Skólphreinsistöðvar og móðursýki.
„Verk mín eru öll unnin úr endurvinnslu efnum. Ég nota lopa og garnafganga sem ég hef tekið við frá öðrum og margt sem annars hefði endað í ruslinu, ég geng svo langt að tvinna saman stutta spotta og nýti allt. Stæðsti partur af efnivið mínum er mikið magn af mjög vel prjónuðum bútum sem íbúi á Hlíð, Herborg Kàradóttir prjónaði, en hún þjàðist af Alzheimer og lést 2021. Mér þykir vænt um að fá að nota handverk hennar og gera það að mínu. Að lokum hvet ég fólk til að hugsa um neyslu sína, maður byrjar á sjàlfum sér,“ segir Jonna.
Jonna útskrifaðist úr màlunardeild Myndlistarskólans á Akureyri 1995 og úr fatahönnun frá København Mode og Design skolen2011. Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og verið virk í myndlistar lífi à Akureyri