20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Bæjarráð styrkir kaup á hörpu
Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að veita Sinfóníuhljómsveit Norðurlands afmælisstyrk upp á eina og hálfa milljón króna til kaupa á nýrri hörpu. Harpan mun bæði nýtast í tónleikahald og til kennslu.
Sinfóníuhljómsveit Norðurlands fagnaði 30 ára afmæli fyrr í vikunni og var haldið upp á áfangann með því að flytja Óðinn til gleðinnar, 9. sinfóníu Beethovens í Hofi á sunnudag. Kaupin á hörpunni eru liður í því að minnast tímamótanna. Fram kemur hjá bæjarráði að Sinfóníuhljómveit Norðurlands sé og hafi verið eitt af flaggskipum menningarlífs á Norðurlandi.