20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Flóra fær verkefnastyrk
Flóra, Menningarhús á Sigurhæðum á Akureyri hlaut verkefnastyrk úr jafnréttissjóði Forsætisráðuneytisins að upphæð 1,5 milljónir króna.
Verkefnið sem unnið er verður að hjá Flóru ber nafnið Kynjuð menningarmiðlun: Lífsleiðir og verk listakvenna og kynsegins listafólks. Það snýr að rannsóknum, eftirvinnslu og framsetningu á verkum listakvenna og kynsegins listafólks af ólíkum kynslóðum sem tengjast húsinu Sigurhæðum.
„Verkefnið lýtur - í anda Matthíasar okkar og Guðrúnar - að sýnileika kvenna og kynsegin fólks í íslenskri menningarsenu áratugina í kringum 1900 þegar íslensk menningarsena eins og við þekkjum hana í dag er að verða til - og sinna þannig með aðkomu okkar sérfróða fólks meira og dýpra en nú þegar er gert kynjaðri menningarmiðlun,“ segir á facebooksíðu Flóru.