Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri - Hugur okkar er hjá Grindvíkingum

Höfnin í Grindavík    Mynd grindavik.is
Höfnin í Grindavík Mynd grindavik.is

Það hefur ekki farið framhjá  einum einasta manni að hamfarir ganga yfir í og við Grindavík sem m.a hafa leitt til þess að í þriðja sinn sem sögur fara af  hér á landi þurfti að rýma heilt bæjarfélag.  Óhætt er að fullyrða að hugur landsmanna sé til Grindvíkinga. 

Ásthildur Sturludóttir  bæjarstjóri sendir kveðjur til Grindvíkinga á heimasíðu  Akureyrarbæjar í morgun,  Þar segir Ásthildur  m.a. ,,Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka."

Kveðjan i heild er svohljóðandi:

„Ég held að við getum öll sett okkur í spor fólksins í Grindavík sem að þurfti að yfirgefa heimili sín í flýti og óvissu og halda út í nóttina, vitandi ekki hvenær mögulegt verður að snúa til baka. Ég finn sárt til með vinum okkar í Grindavík en um leið dáist ég að yfirvegun þeirra og kjarki og hvernig vandlegur undirbúningur þeirra skilaði sér í fumleysi og öryggi þegar á reyndi. Ég veit að allt verður gert til að aðstoða Grindvíkinga við að takast á við þá erfiðu stöðu sem blasir við en vona jafnframt innilega að íbúar fái sem fyrst hversdagslífið til baka. Hugur okkar er hjá þeim,“ segir Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri.

 

Nýjast