Gróður mikilvægur í bæjarlandinu
Bæjarráð Akureyrar tekur undir áskorun frá Skógræktarfélagi Eyfirðinga varðandi trjágróður í nýjum hverfum bæjarins. SE hafði skorað á bærinn að huga betur að gróðursetningu trjágróðurs í nýjum og nýlegum hverfum bæjarins, t.d. samsíða akbrautum og á grænum svæðum.
Bæjarráð er sammála Skógræktarfélaginu um mikilvægi gróðurs í bæjarlandinu og tekur fram í bókun að í deiliskipulagi nýjasta íbúðahverfisins, Móahverfis sé mikil áhersla lögð á gróður, bæði á landi bæjarins sem og á fjölbýlishúsalóðum. Þannig eru sem dæmi settar kvaðir á ákveðinn fjölda trjáa sem hlutfall af byggingarmagni á öllum fjölbýlishúsalóðum í hverfinu.