Mjög brýnt að hringtorgið komist sem allra fyrst í framkvæmd

Mjög brýnt þykir að hringtorg á gatnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri  komist sem allra…
Mjög brýnt þykir að hringtorg á gatnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri komist sem allra fyrst í framkvæmd.“

 Sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur undanfarin tvö ár beitt sér fyrir því að hringtorg verið gert á gatnamótum Hringvegar og Eyjafjarðarbrautar eystri. Sveitarstjórinn segir ánægjulegt að bæjarstjórn Akureyrar hafi einnig bent á mikilvægi hringtorgs á þessum stað.

 Finnur Yngvi Kristinsson sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit segir að um verulega mikilvægt öryggismál sé að ræða. „Nú þegar eru þessi gatnamót hættuleg, umferð er mikil og þegar hefur orðið þar fjöldi slysa. Umhverfið kallar ekki endilega á það að ökumenn haldi hámarkshraðanum miðað við leyfilegan hámarkshraða á svæðinu. Fyrirhugað hótel skammt frá mun síðan auka enn meira á umferðina inn á og af Eyjafjarðarbraut eystri og er því orðið mjög brýnt að hringtorgið komist sem allra fyrst í framkvæmd.“

 Framhald á stígagerð veltur á ákvörðun um hringtorgið

 Finnur nefnir einnig að áframhald hjóla- og göngustígs Skógarböðunum sé háð ákvörðun um það hvort þarna verði hringtorg

Sveitarfélagið hafi ekki geta haldið áfram með hönnun á stígnum en meginforsenda legu hans er háð því hvar hann þverar veginn. Með tilkomu hringtorgs verði mögulegt að komast yfir á öruggan máta í umferð sem er komin á lágmarkshraða. Upphaflega var gert ráð fyrir að stígurinn færi áfram norðan við þjóðveg norðaustur fyrir afleggjara Skógabaðanna þar sem stígurinn færi undir veginn og til baka í átt til Skógarbaðanna. „Því er ómögulegt að halda uppbyggingu áfram fyrr en forsendur liggja fyrir,“ segir Finnur og að sveitarfélagið hafi veriðvongott um að svör fengjust fyrr ,en gert var ráð fyrir stígnum á fjárhagsáætlun ársins 2023. Aftur er gert ráð fyrir honum á árinu 2024 „og bindum við vonir við að forsendur liggi fljótt fyrir svo hægt sé að hefja hönnun og undirbúning á verkefninu.“

Nýjast