30. október - 6. nóember - Tbl 44
Andrea og Veigar kylfingar ársins hjá GA
Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2023. Andrea var áfram valin í landsliðshóp GSÍ núna í haust og hefur verið að spila stöðugt golf með sýnu liði í Elon háskólanum. Hún endaði í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni þar sem hún sigraði meðal annars þær Ragnhildi Kristinsdóttir og Guðrúnu Brá. Þá lenti Andrea í 7. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í 6. sæti á stigalista GSÍ eftir sumarið.
Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2023.
Veigar Heiðarsson er kylfingur GA 2023 en hann átti frábært sumar í golfinu. Veigar kórónaði sumarið með því að verða Íslandsmeistari í flokki 17-21 ára í Vestmannaeyjum eftir frábært einvígi við nýkrýndan Íslandsmeistara í golfi, Loga Sigurðsson. Veigar varð einnig stigameistari í flokki 17-21 árs, endaði í 13. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og spilaði stórt hlutverk í karlasveit GA sem endaði í 2. sæti á Íslandsmóti golfklúbba og í sveit GA 17-21 árs sem endaði einnig í 2. sæti. Þá sigraði Veigar á Global Junior móti í Mosfellsbæ og vann sér inn þátttöku í móti í Portúgal sem hann keppti í nú á dögunum og endaði þar í 2. sæti.
Veigar Heiðarsson er kylfingur ársins hjá GA
Þá fengu tveir kylfingar GA afreksmerki á aðalfundi GA þar sem viðurkenningar voru veittar, þau Bryndís Eva Ágústsdóttir sem hlýtur afreksmerki fyrir að verða Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri í sumar og Heiðar Davíð Bragason sem hlýtur afreksmerki GA fyrir að verða Akureyrarmeistari í golfi.