Andrea og Veigar kylfingar ársins hjá GA

Ragnar Orri Jónsson sem fékk háttvísisverðlaun Golfklúbbs Akureyrar til hægri er Bryndís Eva Ágústsd…
Ragnar Orri Jónsson sem fékk háttvísisverðlaun Golfklúbbs Akureyrar til hægri er Bryndís Eva Ágústsdóttir sem fékk afreksmerki GA fyrir Íslandsmeistaratitil sinn. Mynd á vefsíðu GA.

Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2023. Andrea var áfram valin í landsliðshóp GSÍ núna í haust og hefur verið að spila stöðugt golf með sýnu liði í Elon háskólanum. Hún endaði í 3. sæti á Íslandsmótinu í holukeppni þar sem hún sigraði meðal annars þær Ragnhildi Kristinsdóttir og Guðrúnu Brá. Þá lenti  Andrea í 7. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og í 6. sæti á stigalista GSÍ eftir sumarið.

 

Andrea Ýr Ásmundsdóttir er kvenkylfingur GA 2023. 

Veigar Heiðarsson er kylfingur GA 2023 en hann átti frábært sumar í golfinu. Veigar kórónaði sumarið með því að verða Íslandsmeistari í flokki 17-21 ára í Vestmannaeyjum eftir frábært einvígi við nýkrýndan Íslandsmeistara í golfi, Loga Sigurðsson. Veigar varð einnig stigameistari í flokki 17-21 árs, endaði í 13. sæti á Íslandsmótinu í höggleik og spilaði stórt hlutverk í karlasveit GA sem endaði í 2. sæti á Íslandsmóti golfklúbba og í sveit GA 17-21 árs sem endaði einnig í 2. sæti. Þá sigraði Veigar á Global Junior móti í Mosfellsbæ og vann sér inn þátttöku í móti í Portúgal sem hann keppti í nú á dögunum og endaði þar í 2. sæti.

Veigar Heiðarsson er kylfingur ársins hjá GA

Þá fengu tveir kylfingar GA afreksmerki á aðalfundi GA þar sem viðurkenningar voru veittar, þau Bryndís Eva Ágústsdóttir sem hlýtur afreksmerki fyrir að verða Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri í sumar og Heiðar Davíð Bragason sem hlýtur afreksmerki GA fyrir að verða Akureyrarmeistari í golfi. 

 

 

Nýjast