Dagsektir upp á 20 þús á dag vegna umgengni við lóð

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15…
Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri, vegna umgengni við lóð, en önnur og vægari þvingunarúrræði hafa ekki borið árangur.

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra hefur samþykkt að leggja dagsektir á lóðarhafa við Hamragerði 15 á Akureyri, vegna umgengni við lóð, en önnur og vægari þvingunarúrræði hafa ekki borið árangur.

Í nóvember síðastliðnum var samþykkt að áminna lóðarhafa þar sem ekki hafði verið brugðist við fyrirmælum og bætt úr umgengni á lóðinni.

Jafnframt fékk lóðarhafi lokafrest til 10. desember til þess að ljúka tiltekt á lóðinni. Enn hefur ekki verið brugðist við ítrekuðum kröfum heilbrigðisnefndar um tiltekt. Heilbrigðisnefnd harmar það að tiltekt á lóðinni skuli enn ekki vera lokið, þrátt fyrir að lóðarhafa hafi nú þegar verið veitt áminning sem er vægasta þvingunarúrræði skv. lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. Að mati nefndarinnar hafa ítrekuð tilmæli og nú síðast væg þvingunarúrræði ekki skilað tilætluðum árangri og því nauðsynlegt að ganga harðar fram í þeim tilgangi að knýja fram úrbætur. Heilbrigðisnefnd samþykkir að leggja dagsektir á lóðarhafa að upphæð 20 þúsund krónur á dag frá og með 2. janúar 2023 vegna brota á fyrstu og þriðju grein samþykktar númer 463 frá 2002 um  umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra.

 

Nýjast