Alfreð bikarmeistari í trissuboga annað árið í röð

Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun. Þetta er annað ár…
Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun. Þetta er annað árið í röð sem Alfreð fer með sigur af hólmi. Mynd á vefsíðu Bogfimisambands Íslands

Alfreð Birgisson varð Bikarmeistari BFSÍ í trissuboga 2024 með naumum 9 stiga mun með 1716 stig af 1800 stigum mögulegum á tímabilinu. Freyja Dís Benediktsdóttir, BFB Kópavogi var hart á hælum Alfreðs með 1707 stig í öðru sæti. Þetta er annað árið sem Bikarmeistarar eru titlaðir formlega og einnig annað árið í röð sem Alfreð vinnur titilinn.

Á síðasta tímabili voru Alfreð og Freyja einnig efstu tvö en þá munaði 32 stigum á milli þeirra. Freyja er því að sækja á Alfreð og hinir þrír í topp fjórum eru allt ungar trissuboga stelpur sem eru að sækja á húsvíska slökkviliðsmanninn sem heldur en topp sætinu.

Frammistaða Alfreðs á Bikarmóti BFSÍ í desember var góð þar sem að hann skoraði 577 stig að hann setti sig í góða stöðu til þess að verja Bikarmeistara titilinn. En það dugði honum þó ekki til, hann þurfti að keppa á lokamótinu og sýna góða frammistöðu með skori vel yfir 560 í undankeppni lokamótsins. Það hófst vel með skorinu 573 í undankeppni Bikarmótsins sem tryggði Alfreð titilinn Bikarmeistari ársins 2024.

Svo var það ekki verra að Alfreð vann einnig janúar Bikarmótið en þó með minnsta mögulega mun, gull úrslita leik sem endaði í jafntefli og þurfti að útkljá með bráðabana þar sem skotið er einni ör og sigurvegarinn ræðst af því hver hittir nær miðju. Þar sem Alfreð skoraði 10 stig og andstæðingurinn 9 og Alfreð tók því sigurinn. Frá þessu er greint á vefsíðu Bogfimisambands Íslands.

Nýjast