Ný bók - Brýrnar yfir Eyjafjarðará
Á næstu dögum kemur út bókin Brýrnar yfir Eyjafjarðará eftir Arnór Blika Hallmundsson.
Efnistök bókarinnar hljóta að teljast nokkuð nýstárleg en hér er Eyjafjarðará fylgt eftir í máli og myndum á tæplega 50 blaðsíðum. Eins og nafnið gefur til kynna er umfjöllunarefnið brýr sem spanna fljótið Eyjafjarðará og er stiklað á milli þeirra ellefu brúa, sem nú liggja yfir ána. Lesandanum er fylgt meðfram Eyjafjarðará frá upptökum til ósa þar sem hverri brú er eignaður einn stuttur kafli. Hver brú fær 2-3 blaðsíður þar sem birtast myndir af brúnum ásamt stuttu söguágripi um þær í bland við fróðleikskorn um nánasta umhverfi þeirra.