Nýbygging Amtsbókasafnsins 20 ára í dag!
Kæru Akureyringar! Til hamingju með daginn! Við fögnum öll 20 ára afmæli nýbyggingarinnar okkar og hins endurbætta húsnæðis, sem vígð voru 6. mars 2004!
Saga safnsins er miklu eldri en þessi áfangi er auðvitað mikilvægur, því öll aðstaða - fyrir lánþega og starfsmenn - varð stórkostlega betri! Við erum enn nokkur starfandi í dag sem tóku þátt í þessu ferli, starfsmenn settu saman hillur, vagna og ýmislegt annað.