Fréttir

Óljóst með áætlunarflug til Húsavíkur

Morgunblaðið segir frá því í morgun  að blikur séu á lofti i sambandi við flug  milli Húsavíkur og Reykajvíkur en Flugfélagið Ernir hefur  frá árinu 2012 flogið á milli sjö ferðir á viku. 

Lesa meira

Hér og þar II, opnun á Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Hlíð

Listasafnið og Heilsuvernd vinna saman að því að fræða og gleðja íbúa, starfsfólk og gesti Hlíðar með tveimur myndlistarsýningum í ár og leiðsögn þeim tengdum.

Lesa meira

Nemendur Menntaskólans á Akureyri mótmæltu

Nemendur  við Menntaskólan á Akureyri fjölmenntu á Ráðhústorgið á Akureyri i dag til að láta í ljós óánægju  með fyrirhugaða sameiningu skólans við Verkmenntaskólan á Akureyri.  Ljóst er að fyrirætlun ráðherra  fellur í mjög grýttan jarðveg hjá nemendum við MA en minna hefur heyrst af viðbrögðum nemenda við VMA. 

Mótnælunum lauk svo með því að hópurinn söng Skólasöng MA eftir Davíð Stefánsson lagið samdi Páll Íslófsson.

 

Lesa meira

Nafn mannsins sem lést í Eyjafjarðarsveit

Maður­inn sem fannst lát­inn inn­ar­lega í Eyjaf­irði á laug­ar­dags­kvöld hét Jón­as Vig­fús­son. Hann læt­ur eft­ir sig eig­in­konu, tvær upp­komn­ar dæt­ur og sjö barna­börn. Jón­as var fædd­ur árið 1951, bóndi á Litla-Dal í Eyja­fjarðarsveit. Hann var fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri í Eyja­fjarðarsveit og áður í bæði Hrís­ey og á Kjal­ar­nesi.

 
 

 

Lesa meira

Við eigum að berjast fyrir því að krakkarnir okkar hafi áfram val.

Nærri aldarfjórðungs starf með ungu fólki hefur kennt mér að unga kynslóðin hefur rödd og skoðanir sem vert er að hlusta á. Þessi afstaða Hugins kemur ekki á óvart en það gleður kennarahjartað að finna eldmóðinn sem býr að baki þessari yfirlýsingu.

Lesa meira

Kassagítarpönk úr Æskulýðshreyfingunni sem guð gleymdi

Down & Out fagnaði Þáttum af einkennilegum mönnum

Lesa meira

Það eru margar hliðar á einum leikskóla, ekki satt?

Gunnar Már Gunnarsson skrifar um leikskólamál

Lesa meira

Vinna við sameiningu MA og VMA sett af stað

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, Sigríður Huld Jónsdóttir, skólameistari Verkmenntaskólans á Akureyri, og Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, héldu í dag fund með starfsfólki og nemendum beggja skóla þar sem kynntar voru tillögur stýrihóps um eflingu framhaldsskóla um sameiningu skólanna tveggja auk þess sem næstu skref í ferlinu voru kynnt.

Lesa meira

Góð gjöf frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi

Á heimasíðu Norðurorku segir frá þessu.

,,Norðurorku barst góð og nytsamleg gjöf í dag þegar starfsfólk frá Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi (PBI) færði fyrirtækinu vélatuskur.

Það voru þau Nanna Kristín Antonsdóttir og Þorsteinn Magnússon sem komu færandi hendi með þrjá stóra pakka af vélatuskum sem munu heldur betur nýtast okkur vel. Þess má geta að PBI notast við efni úr söfnunargámum Rauða krossins (sem nýtist ekki til annars) við framleiðslu á tuskunum, því er hér um umhverfisvæna framleiðslu að ræða.

Á PBI fer fram starfsþjálfun, starfsendurhæfing og vinna fyrir fatlað fólk. PBI er vinnustaður fyrir fólk sem vegna fötlunar eða af öðrum ástæðum er með skerta starfsgetu. Um er að ræða fjölbreyttan hóp starfsfólks með ólíkar áskoranir sem fær tækifæri til að vera virkur þátttakandi í íslensku atvinnulífi.

Norðurorka þakkar fyrir frábæra gjöf og sendir öllu starfsfólki Plastiðjunnar Bjargs Iðjulundi bestu kveðjur."

 
Lesa meira

Ályktun stjórnar og trúnaðarráðs Framsýnar vegna vaxtahækkana og afkomukreppu

Stjórn og trúnaðarráð Framsýnar kom saman til fundar síðdegis í gær. Meðal þess sem var til umræðu á fundinum voru endalausar stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands.  Ljóst er að hækkanirnar hitta ekki síst láglaunafólk illa fyrir. Mikil reiði kom fram á fundinum með stöðu mála. Eftir kröftugar umræður samþykkti fundurinn samhljóða að senda frá sér svohljóðandi ályktun þar sem stýrivaxtahækkunum Seðlabankans og getuleysi stjórnvalda er mótmælt harðlega:

Lesa meira