Leikdeild Eflingar í Reykjadal frumsýnir Í gegnum tíðina n.k föstudagskvöld

Sögð verður saga íslenskrar bændafjölskyldu á sviðinu í félagsheimilinu að Breiðumýri n.k föstudagsk…
Sögð verður saga íslenskrar bændafjölskyldu á sviðinu í félagsheimilinu að Breiðumýri n.k föstudagskvöld Myndir Leikdeild Umf. Eflingar í Reykjadal

Leikdeild Umf. Eflingar frumsýnir leikritið  Í gegnum tíðina eftir Hörð Þór Benónýsson í félagsheimilinu Breiðumýri þann 1. mars n.k. kl. 20:00, þar sem sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu.  Fjölskyldumeðlimir lenda í hinum ýmsu aðstæðum og fléttast fjölmörg lög frá árunum 1950-1980 inn í sýninguna.

Höfundur verksins er eins og áður sagði Hörður Þór Benónýsson en hann er jafnframt einn leikenda. Þetta er í annað skiptið sem leikdeildin setur verkið upp en það var fyrst sett upp árið 2012. Verkið var einmitt samið fyrir leikdeildina á sínum tíma og með það í huga að fjölbreyttur hópur ungra og eldri leikenda kæmu saman á sviði.

Leikdeildin nýtur góðs af nálægð við Framhaldsskólann á Laugum en fjölmargir hæfileikaríkir nemendur hafa tekið þátt í verkum leikdeildarinnar.

Leikstjórn er að þessu sinni í höndum Hildar Kristínar Thorstensen en hún býr í Hörgárdal. Hún hefur víðtæka reynslu á listasviðinu og alþjóðlega en hún lærði m.a. í Finnlandi, Englandi og Frakklandi.

Tónlistarstjóri er Pétur Ingólfsson en hann hefur alloft verið með puttana við stjórnvölinn hjá leikdeildinni með tónlistina. Honum til aðstoðar er Marika Alavere.

Frumsýnt  á föstudag kl 20, önnur sýning er svo á laugardaginn 2 mars kl 16,  þriðja  sýningin er á fimmtudaginn 7 mars kl. 20, sú fjórða á sunnudaginn 10 mars kl. 20.

Miðapantanir má senda í netfangið umfefling@gmail.com eða hringja i síma 618-0847

Nýjast