Fréttir

Akureyri hættir stuðningi við flugklasan Air 66N

,,Það er miður að Akureyrarbær ætli að hætta stuðningi sínum við Flugklasann Air 66N. Akureyrarbær ætti að leggja metnað í að byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst, ekki síst þar sem enn eru mikil tækifæri til þess að byggja Norðurland upp sem heilsárs áfangastað fyrir millilandaflug" segir í bókun sem Hilda Jana Gísladóttir lagði fram á fundi bæjarráðs í gær en þar var ákveðið  að hætta stuðningi við flugklasann.  

Eftirfarandi  kemur fram í bókun sem fjórir af fimm fulltrúum í bæjarráði samþykktu ,,Bæjarráð ákvað á fundi sínum 27. október 2022 að gera sólarlagssamning við Flugklasann um árin 2022 og 2023. Bæjarráð ítrekar þá bókun sem tekin var á þeim fundi þar sem sagði að Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands."
 

Lesa meira

Löng saga og stutt

Einörð afstaða sveitarstjórnar og íbúa Grýtubakkahrepps þegar kemur að sameiningarmálum sveitarfélaga, hefur í gegnum tíðina vakið athygli. Kannski er það ekki að undra, þar sem telja má ansi líklegt að Grýtubakkahreppur eigi sér lengsta sögu núverandi sveitarfélaga á Íslandi í óbreyttri mynd. Hann rekur sögu sína meira en eitt þúsund ár til þess tíma er hreppar tóku að myndast á þjóðveldisöld.

Lesa meira

Elín Edda Árnadóttir sýnir í Safnahúsinu á Húsavík

Á morgun laugardag opnar Elín Edda Árnadóttir  í Safnahúsinu á Húsavík nánar i  myndlistasalnum sýningu sína Tímamót CrossRoads.  Verkin vann Elín Edda með svörtum kolum og  beitir blandaðri tækni á pappír.  Ungur drengur færði Elínu Eddu eitt sinn skíði úr hval og hefur það síðan af  og til orðið kveikjan að einstökum myndverkum.

Sýningin opnar eins og fyrr sagði á morgun laugardag kl 14 og eru allir velkomnir, léttar veitingar verða í boði.

Lesa meira

Dómsmálaráðherra heimsótti Norðurland eystra

Dómsmálaráðherra, Guðrún Hafsteinsdóttir, heimsótti nýverið stofnanir ráðuneytisins á Norðurlandi eystra. Hjá héraðsdómi Norðurlands eystra í Hafnarstræti tók á móti ráðherranum héraðsdómarinn Hlynur Jónsson, í fjarveru dómstjóra Arnbjargar Sigurðardóttur. Ráðherra kynnti sér starfsemi dómstólsins og skoðaði húsakost hans. Héraðsdómur Norðurlands eystra er annasamasti héraðsdómstóllinn utan höfuðborgarsvæðisins og starfa þar að jafnaði tveir dómarar.

Lesa meira

Afmælishóf Grenilundar

Í fyrradag var haldið upp á 25 afmæli Grenilundar, en heimilið var vígt 3. október 1998. Af því tilefni kom Óskar Pétursson og söng við undirleik Eyþórs Inga Jónssonar fyrir heimilisfólk og gesti sem fjölmenntu í boðið. Á eftir var boðið í kaffi og afmælistertu. Undirtektir voru afar góðar við tónlistinni og samkoman hin ánægjulegasta í alla staði.

Lesa meira

Vaxandi ásókn í heitan læk í Vaðlaheiði

„Það hefur stundum munað litlu að illa færi,“ segir Elísabet Inga Ásgrímsdóttir formaður umhverfis- og atvinnumálanefndar Svalbarðsstrandahrepps, en nefndin hefur fjallað um sívaxandi umferð fólks sem sækir í að baða sig í læk neðan Vaðlaheiðaganga. Heitt affallsvatn úr göngunum rennur út í lækinn sem er um 30°C heitur. Fólkið leggur bílum sínum á malarpúða í nágrenninu sem ekki eru til þess ætlaðir og hefur að sögn Elísabetar hurð skollið nærri hælum af og til þegar bílum er ekið fyrirvaralaust út í umferðina á Grenivíkurvegi.

Lesa meira

Lausar lóðir boðnar á næstu vikum

„Það er margt í bígerð hjá okkur í þessum mánuði, við munu bjóða út talsverðan fjölda íbúða á næstu vikum,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi hjá Akureyrarbæ.

Lesa meira

Samþykkt að kynna tjaldstæðisreit

Skipulagsráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að kynna hugmyndir að endurskoðun deiliskipulags fyrir tjaldstæðisreit. Kynningargögn voru lögð fram á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira

Viljayfirlýsing um aukið samstarf og mögulega sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst undirrituð

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur undirritað viljayfirlýsingu ásamt Elínu Díönnu Gunnarsdóttir, starfandi rektor Háskólans á Akureyri og Margréti Jónsdóttur Njarðvík, rektor Háskólans á Bifröst, um að hefja formlegar viðræður um samstarf og mögulega sameiningu háskólanna. Viðræðurnar munu felast í fýsileikagreiningu á því hvaða samruna- eða samstarfsform henti best til að tryggja áframhaldandi starfsemi skólanna beggja með aukin gæði þeirra að markmiði. Skólarnir tilnefna báðir þrjá aðila í viðræðurnar sem leiddar eru af Aðalsteini Leifssyni, fyrrverandi ríkissáttasemjara.

Lesa meira

MÖMMUR OG MÖFFINS GÁFU FÆÐINGARDEILD RÍFLEGA 1,2 MILLJÓNIR KRÓNA

Fulltrúar í söfnuninni Mömmur og möffins komu færandi hendi á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri með afrakstur bollakökusölu í Lystigarðinum um verslunarmannahelgi. Að þessu sinni safnaðist 1.228.000 krónur og hefur upphæðin aldrei verið hærri

Lesa meira