Fréttir

Er sameining besta leiðin?

Mikið hefur verið rætt um sameiningu MA og VMA undanfarna daga og ekki að undra. Ég hef verið spurð út í mína skoðun á málinu og tel ég eðlilegt að bæjarfulltrúar tjái sig um jafn mikið hagsmunamál samfélagsins sem við þjónum og hér er rætt um.

Lesa meira

Lögreglan á Norðurlandi eystra vegna bílbruna -vitni óskast

Kl. 03:20 í nótt fékk lögreglan á Norðurlandi eystra tilkynningu um eld í bifreiðum í Naustahverfi á Akureyri. Þegar lögreglan kom á vettvang var þegar uppi mikill eldur, sem var byrjaður að breiðast út í næstu bíla. Slökkvilið réð niðurlögum eldsins en þá voru fjórar bifreiðar meira og minna skemmdar af eldi.

Lesa meira

Starfsfólk Akureyrarbæjar í alvarlegu rútuslysi skammt sunnan við Blönduós

Eins og fram hefur komið í fréttum varð alvarlegt slys  á þjóðveginum skammt fyrir sunnan Blönduós í nótt þegar rúta  með á milli 20- 30 manns valt.  Samkvæmt frétt á vef ruv voru farþegarnir starfsmenn  Akureyrarbæjar sem voru á heimleið eftir að hafa setið námskeið og ráðstefnu í Portúgal.

Lesa meira

Fráfallið skyldi eftir sig djúp sár í hjörtum okkar

„Fráfall Arnars skyldi eftir sig djúp sár í hjörtum okkur og að skipuleggja og halda svona viðburð er nokkuð sem ég bjóst aldrei við að gera. Ég sakna stóra bróður míns alveg gríðarlega. Hann var alltaf bara einum skilaboðum eða símtali frá, allt í einu svarar hann ekki lengur og mun ekki gera framar,“ segir Sólveig Árnadóttir systir Stefáns Arnars Gunnarssonar sem lést í mars síðastliðnum. Minningartónleikar um hann verða haldnir á Vitanum á Akureyri  laugardaginn 16 september næst komandi. . Fram koma listamenn sem hann mat hvað mest, Stebbi Jak og Helgi & Hljóðfæraleikarnir. 

Lesa meira

Þrír bílar brunnu við Kjarnagötu á Akureyri

Ekkert er vitað um eldsupptök en lögregla rannsakar nú vettvanginn.

Lesa meira

Jón Gnarr snýr aftur í Samkomuhúsið á Akureyri

Jón Gnarr snýr tekur þátt í uppsetningu á verkinu And Björk, of course eftir Þorvald Þorsteinsson sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar 2024.

„Þetta er ma

Lesa meira

Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður með þingsályktun í upphafi þings Ein af þyrlum gæslunnar verði staðsett á Akureyri

„Það hefur orðið mikil uppbygging á Akureyrarflugvelli undanfarin misseri og því er einstaklega gott tækifæri fyrir Landshelgisgæsluna að koma sér upp starfsstöð á flugvellinum. Hvort heldur það verði með því að byggja nýtt flugskýli eða aðstaða fengist í öðrum skýlum sem fyrir eru,“ segir Njáll Trausti Friðbertsson alþingismaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi,  sem mun við upphaf Alþings síðar í haust leggja fram þingsályktunartillögu um að eina af þyrlum Gæslunnar verði staðsett á Akureyri.

Lesa meira

Mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur

Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hefur reglulega fjallað um málefni Húsavíkurflugvallar og áætlunarflugs til Húsavíkur. Húsavíkurstofa og stéttarfélagið Framsýn sömuleiðis. Það er mikilvægt að halda uppi reglulegu áætlunarflugi til Húsavíkur fyrir heimafólk og atvinnulíf. Það ríkir fákeppni í innanlandsflugi og eru leiðir innanlands styrktar með ríkisframlagi. Það gildir ekki um Húsavík.

Í Þingeyjarsýslu eru stór verkefni fram undan eins og uppbygging í landeldi á fiski, Grænna iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar og í ferðaþjónustu. Reglulegt áætlunarflug og greið loftleið milli höfuðborgarsvæðisins og Húsavíkur er ein af undirstöðum þess að vel takist til. Fulltrúar Norðurþings og stéttarfélagsins Framsýnar eiga fund með fulltrúum flugfélagsins Ernis næstkomandi mánudag vegna málsins.

Byggðarráð Norðurþings hefur komið þessum sjónarmiðum á framfæri við stjórn flugfélagsins Ernis, Isavia sem og stjórnvöld. Mikilvægi flugleiðarinnar til Húsavíkur og Húsavíkurflugvallar ætti að vera öllum ljóst sem hlekkur í frekari uppbygging og vexti svæðisins. Til að svo megi vera þarf aðkomu ríkisvaldsins rétt eins og á öðrum flugleiðum.

Lesa meira

Ekki ástæða til að ógilda ákvörðun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfu eigenda hússins við Krákustíg 1 um að ógilda ákvörðun skipulagsráðs Akureyrarbæjar frá því í febrúar síðastliðnum vegna breytinga á deiliskipulagi á Norður-Brekku vegna breytinga á lóðamörkum Krákustígs 1. Deilt var um lögmæti ákvörðunar skipulagsráðs bæjarins, en breyting á deiliskipulagi fól í sér breytingu á lóðamörkum við umrætt hús og aðgengi frá lóð við Krabbastíg 4 að Krákustíg.

Lesa meira

Síðustu dagar sumaropnunar í Hlíðarfjalli

Síðustu dagar sumaropnunar í Hlíðarfjalli eru um næstu helgi. Það er um að gera að nýta tækifærið og stunda holla og góða útivist í fjallinu áður en slökkt verður á Fjarkanum og undirbúningur hefst fyrir skíðavertíðina.

Margar merktar hjólaleiðir eru í Hlíðarfjalli og merkt gönguleið er frá Strýtuskálanum upp á fjallsbrún. Sjá nánar hér: https://www.hlidarfjall.is/is/fjallid

Sunnudaginn 10. september verður síðasta bikarmót ársins í Fjallabruni Greifans á hjólum. Mótið hefst kl. 13 og eru áhugasamir hvattir til að mæta og fylgjast með og hvetja keppendur áfram til sigurs. 

Lesa meira