Framtíðin felst í nálægðinni
Á fimmtudaginn kemur býður Háskólinn á Akureyri, í samvinnu við námsráðgjafa grunnskóla Akureyrarbæjar, grunnskólanemum að heimsækja skólann á Starfamessu og kynnast þar fyrirtækjum á svæðinu. Grunnskólanemar koma í heimsókn fyrir hádegi og er sá viðburður einungis fyrir þau.
Í hádeginu verður svo tekið á móti framhaldsskólanemum og stúdentum Háskólans á Akureyri þar sem þau munu einnig kynna sér fyrirtæki á svæðinu. Sá viðburður er opinn og heitir Framtíðardagar.
Í ár er verið að prófa að samkeyra þessa tvo viðburði þar sem fyrirtæki leggja mikið í að koma á staðinn og vera með metnaðarfullar kynningar á sínum fyrirtækjum. Á staðnum verður mini-eldhús, rafmagnsbíll og fleira sem áhugavert er að skoða.
Klukkan hálfeitt mun Tanja Ýr fjalla um tækifærin sem leynast á samfélagsmiðlum. Verður sá fyrirlestur í stofu M101 og hægt að finna frekari upplýsingar um hann hér.