Afrakstur Látum vaða! má nú sjá í Listasafninu
Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur
Í smiðjunni fengu fjölskyldur tækifæri til að vinna saman undir leiðsögn myndlistarkonunnar Fríðu Karlsdóttur
Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar segir frá því á Facebook að hún hafi óskað eftir aukafundi í bæjarstjórn Akureyrar vegna fyrirhugaðar sameiningar VMA og MA.
„Að okkar mati er útboðið sjálft ekki í tak við þann raunveruleika sem blasir við okkur í sjúkrafluginu,“ segir Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri í Slökkviliði Akureyrar um samning um sjúkraflug en það var boðið út fyrr á þessu ári. Tvö tilboð bárust, frá Mýflugi sem annast hefur flugið um árabil og Norlandair. Tilboð þess síðarnefnda var 10% lægra en kostnaðaráætlun og var því tekið. Samningurinn kemur til framkvæmda um næstu ármót.
Áform um sameiningu Verkmennta,- og Menntaskólans á Akureyri hafa vakið sterk viðbrögð í samfélaginu og þá sérstaklega á Akureyri
Skipulagsdeild Akureyrarbæjar stóð á dögunum fyrir íbúafundi þar sem kynntar voru tillögur að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina við Viðjulund 1.
Undirrituð starfar sem ritari Heilsu- og sálfræðiþjónustunnar og hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt og hálft ár. Margir hafa reynslu af riturum í stöðum eins og skólaritara. Þá hugsar maður um einstakling sem veit einhvern veginn hvar allir húsinu eru staddir, heldur utan um fjarvistir nemenda og getur alltaf reddað öllu sem mann skortir. Þetta er allavega það sem kom í huga mér þegar ég sótti um starfið. Þessi lýsing hefur reynst að mestu leyti rétt og hef ég komist að því að starf ritara er sennilega með því fjölbreyttasta sem maður getur unnið í skrifstofuvinnu. Samskipti við viðskiptavini og fagaðila eru mikil í mínu starfi og er það kostur fyrir manneskju eins og mig sem finnst einstaklega gaman að spjalla.
Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsir eftir Alfreð Erlingi Þórðarsyni.
Aðstaðan hefur fengið heitið „Skýið“ og mun hýsa hluta af starfsemi Borgarhólsskóla á meðan unnið er að uppbyggingu framtíðarhúsnæðis fyrir Frístund og félagsmiðstöð.
Í dag var undirritaður samningur milli Akureyrarbæjar og Golfklúbbs Akureyrar um uppbyggingu á inniaðstöðu fyrir Golfklúbb Akureyrar í nýju húsi vestan við núverandi klúbbhús á Jaðri, afmörkun lóðar fyrir nýtt hótel á svæði suðaustan við núverandi klúbbhús og afmörkun á svæði fyrir stækkun íbúðarsvæðis meðfram Kjarnagötu.