Fréttir

Á Norðausturland að vera utan þjónustusvæðis?

Nú er útlit fyrir að flug til og frá Húsavík leggist af um mánaðamótin verði ekkert að gert.

Flugfélagið Ernir hefur lengi sinnt þjónustu við svæðið án ríkisstyrkja en breytt úthlutun flugleiða, faraldurinn og annað hefur sett flugið í uppnám.

Byggðarráð Norðurþings hefur lagt til lausn sem fæli í sér 15 milljóna króna stuðning ríkisins í 8 mánuði til að brúa bilið þar til hægt verði að halda fluginu áfram án utanaðkomandi stuðnings.

Lesa meira

Enn mikið álag á legudeildum SAk

Enn er mikið álag legudeildum á Sjúkrahúsinu á Akureyri líkt og verið hefur allt þetta ár. Rúmanýting á lyflækningadeild það sem af er ársins er 99,6% og litlu lægri á skurðlækningadeild, 98,5%. Einnig hefur verið þungt á geðdeild á árinu en rúmanýting á þeirri deild er 88,8% samanborið við 70% fyrir sama tímabil í fyrra.

Lesa meira

Landtengingar við rafmagn mjakast áfram

Mjög líklegt er að hægt verði að tengja minni skemmtiferðaskip við rafmagn á Akureyri sumarið 2024 .Þetta kemur fram í minnispunktum Péturs Ólafssonar hafnastjóra Hafnasamlags Norðurlands sem voru til umfjöllunar í bæjarráði á dögunum.

Lesa meira

Útilífsmiðstöðin Hömrum Mikill vöxtur í heimsóknum gesta yfir vetrarmánuðina

Gestum á tjaldsvæðinu að Hömrum hefur það sem af er ári fjölgað í heild um rúmlega 8% miðað við sama tímabili í fyrra, þ.e. frá janúar til ágústloka. Þar vegur hlutfallsleg aukning erlendra ferðamanna meira en þeim fjölgaði um tæp 15% á meðan innlendum ferðamönnum fjölgaði um rúm 5%. Mikil ánægja er með nýjan göngu- og hjólastíg sem lagður var í sumar meðfram Kjarnagötu en hann bætir mjög umferðaröryggi. Ekki voru til peningar til að ljúka verkefninu. Þá er unnið að lausn varðandi það þegar blásið er til hátíðahalda á Akureyri sem skapar aukið álag á tjaldsvæðinu.

Lesa meira

Svifryk á Akureyri - Malbik er stærsta einstaka efnið í svifryki

Svifryk hefur verið til vandræða á Akureyri undanfarin ár og reglulega mælist styrkur þess yfir þeim hámarksgildum sem tiltekin eru í reglugerð. Þessi hái styrkur svifrykstoppa hefur valdið áhyggjum og kallað eftir viðbrögðum til að bregðast við og draga út svifryksmengun.

Lesa meira

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á Evrópumótinu í hjólreiðum

Hafdís Sigurðardóttir keppir í tveimur greinum á  Evrópumótinu í hjólreiðum sem fer fram í Drenthe í Hollandi 20. – 24. september næstkomandi. Ekki er nema rétt  mánuður síðan Hafdís og Silja Jóhannesdóttir kepptu á heimsmeistaramótinu í Skotlandi en þar keppti Hafdís í bæði tímatöku og götuhjólreiðum.

Lesa meira

„Boltinn er núna hjá þingmönnum“

Full­trú­ar Norðurþings og stétt­ar­fé­lags­ins Fram­sýn­ar funduðu með full­trú­um flug­fé­lags­ins Ern­is á mánudag til að ræða framtíð áætl­un­ar­flugs til Húsa­vík­ur

Lesa meira

Reikna með að steypa kirkjutröppurnar fyrir veturinn

Stórum hluta undirbúnings fyrir uppsteypu á kirkjutröppunum er lokið en þegar mokað var frá efsta vegg gömlu snyrtinganna kom í ljós að steypa þurfti utan á vegginn að hluta áður hægt væri að bræða vatnsvörn á hann, einangra og leggja drenlagnir

Lesa meira

Stóri hjóladagurinn í Kjarnaskógi á laugardaginn

Gera má ráð fyrir að það taki um 20-30 mínútur fyrir miðlungsvant hjólreiðafólk að hjóla í Kjarnaskóg frá Ráðhústorgi svo dæmi sé tekið

Lesa meira

Óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir

,,Við teljum óábyrgt að sameina eigi MA og VMA miðað við þær forsendur sem liggja fyrir og tökum undir þær ábendingar sem nemendur og kennarar hafa nú þegar kynnt“ Þetta er úr bókun bæjarráðs Akureyrar en fyrirhuguð sameining Menntaskólans á Akureyri og Verkmenntaskólans á Akureyri var til umræðu á fundi ráðsins i morgun.

Lesa meira