Smíðasamningur undirritaður á morgun
Hópur sem Sigfús Ólafur Helgason leiðir á Facebook og hefur það að markmiði að smíðað verði líkan af ,,Spánverjunum“ en það voru togarar ÚA Kaldbakur og Harðbakur oft nefndir en skipin voru smíðuð í Astilleros Luzuriaga S.A. skipasmíðastöðinni í Pasajes de San Juan skammt frá San Sebastian á Norður-Spáni.
Hópurinn boðar til samkomu á morgun miðvikudag á dekkkinu á Kaldbak EA1 sem liggur við löndunarbryggju hjá ÚA og hefst hún kl 11.
Tilefnið er undirritun á smíðasamningi við Elvar Þór Antonsson um smíði hans á líkani af ,,Spánverjunum." Í desember á næst ári verða liðin 50 ár frá komu þessara þá nýju togara til landsins.