Fréttir

Fleiri börn og ungmenni nýta sér frístundastyrk

Árið 2023 nutu 2.703 börn og unglingar á aldrinum 6-17 ára góðs af frístundastyrk Akureyrarbæjar, eða tæplega 84% þeirra sem áttu rétt á styrknum, sem er 2% aukning frá árinu á undan.

Frístundastyrkur Akureyrarbæjar nam 45.000 krónum á hvern iðkanda árið 2023. Í heildina var tæplega 116 milljónum króna varið í frístundastyrki í 3.637 skráningum sem jafngildir styrk upp á 42.875 krónur að meðaltali á hvern iðkanda.

Kynjahlutfall skráninga var hér um bil jafnt, 50,3% drengir og 49,6% stúlkur. Nýtingin var áberandi mest hjá 10 og 11 ára börnum þar sem 92-95% af þeim aldurshópi notaðist við frístundastyrkinn í einhverri mynd, þar af voru 97% ellefu ára stúlkna sem voru skráðar með nýtingu árið 2023. Flestar skráningar, eða tæplega 37%, voru hjá Íþróttafélaginu Þór og Knattspyrnufélagi Akureyrar. Samstarfsaðilar (íþrótta-, æskulýðs og tómstundafélög auk fyrirtækja) sem tóku við frístundastyrk árið 2023 voru þrjátíu og níu.

Markmið með frístundastyrk Akureyrarbæjar er að styrkja börn og unglinga til þátttöku í uppbyggilegu frístundastarfi og auka möguleika til þátttöku óháð efnahag. Einnig að ýta undir aukna hreyfingu, virkni og félagsþátttöku sem og að vinna gegn óæskilegu brottfalli í eldri aldurshópum iðkenda.

Frístundastyrkur Akureyrbæjar árið 2024 er 50.000 krónur og gildir fyrir öll börn fædd árið 2007 til og með árinu 2018.

 

Lesa meira

Höldur-Bílaleiga Akureyrar styður Íþróttakarl Akureyrar

Höldur-Bílaleiga Akureyrar hefur gert styrktarsamning við einn fremsta hlaupara Íslands, Baldvin Þór Magnússon. 
Baldvin er einn allra sterkasti millivegalengda- og langhlaupari sem Ísland hefur átt. Hann hefur náð framúrskarandi árangri á undanförnum árum í hlaupum frá 1.500 metra og upp í 10 kílómetra hlaup. Hann á sem stendur fjórtán virk Íslandsmet, sex í yngri aldursflokkum og átta í flokki fullorðinna.
Lesa meira

Akureyri - Íslenska gámafélagið með lægra boð

Umhverfis- og mannvirkjaráð Akureyrarbæjar hefur samþykkt að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda, Íslenska gámafélagið ehf. um rekstur grenndarstöðva og gámasvæðis á Akureyri með þeim fyrirvara að fyrirtækið  standist útboðskröfur.

Tvö tilboð bárust þegar reksturinn var auglýstur, frá Terra umhverfisþjónustu hf. á kr. 188.172.101. og frá Íslenska gámafélaginu ehf. á kr. 168.404.870.
  

Lesa meira

Kristnesspítala lokað í fjórar vikur í sumar

Ákveðið hefur verið að loka Kristnesspítala í fjórar vikur í sumar, en þar fer endurhæfinga- og öldrunarækningar. 

Lesa meira

Fræum nýsköpunar sáð á Stéttinni

Krubbur-hugmyndahraðhlaup (hakkaþon) var haldið á STÉTTINNI á Húsavík 8.-9. mars s

Lesa meira

Góð verkefnastaða hjá Slippnum

Þrjú erlend skip eru nú í viðhaldsverkefnum hjá Slippnum Akureyri og það fjórða bætist við innan nokkurra daga. Bjarni Pétursson, sviðsstjóri skipaþjónustu Slippsins, segir á facebook síðu félagsins  þetta vera mjög óvenjulegt á þessum árstíma en jafnframt afar jákvætt. Öðru fremur segir hann verkefnin undirstrika sterka samkeppnisstöðu fyrirtækisins á skipaþjónustusviðinu en um er að ræða frystitogara og línuskip frá Kanada og grænlenskan frystitogara og eru viðhaldsverkefnin í skipunum mjög fjölbreytt.

Lesa meira

Símalaus samvera – hvatningarátak Barnaheilla, Símans og Símaklefans

Barnaheill, Símaklefinn og Síminn hafa tekið höndum saman í að hvetja til ábyrgrar símanotkunar og hvetja til símalausrar samveru. Hvatningarátakinu er ýtt úr vör í ljósi þess að rannsóknir sýna að skipulögð skjáhvíld geti eflt lífsgæði og skapandi hugsun barna. 

 

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Brynja Dís úr Lundarskóla sigraði í upplestrarkeppni grunnskólanna

Brynja Dís Hafdal Axelsdóttir úr Lundarskóla hreppti 1. sætið í Upphátt, upplestrarkeppni grunnskólanna á Akureyri, sem var haldin fimmtudaginn 7. mars sl. Keppnin var haldin í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi og var þetta í 23. skiptið sem hún fer fram.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira