Kaupa nýja flotbryggju fyrir Húsavíkurhöfn

Húsavíkurhöfn, séð yfir slippinn. Mynd/epe
Húsavíkurhöfn, séð yfir slippinn. Mynd/epe

Á fundi stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings í síðustu viku lá fyrir undirritaður verksamningur um kaup á flotbryggju á Húsavík.  Samningsupphæð er 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs 60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun.

Samkvæmt verksamningi er áætlað að vinna verkið á vordögum, verklok í byrjun júní.

„Við erum að setja niður nýja flotbryggju framan við Norðursiglingu, breiðari og lengri bryggju. Þetta er mál sem búið að eiga sér nokkurra ára aðdraganda. Hafnarbótasjóður kemur að þessu verkefni með okkur og borgar 60% prósent af heildar kostnaði,“ segir Eiður Pétursson, formaður stjórnar Hafnarsjóðs. „Við áætlum verklok í maílok eða byrjun júní, þá ætti bryggjan að vera tilbúin til notkunar fyrir sumarið.“

Þá segir Eiður að Hafnarsvæðið sé í deiluskipulagsferli og sé flotbryggjan hluti af þeirri vinnu. „Við erum að breyta deiliskipulagi í kringum slippinn og Hvalasafnið og flotbryggjan er inn í því en það er opið fyrir umsagnir varðandi skipulagið,“ segir Eiður.

Nýjast