20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Framkvæmdir á fullu á Akureyrarflugvelli
Mikið er um að vera á Akureyrarflugvelli þessa dagana og framkvæmdir við flugstöðina eru í fullum gangi. Við biðjum flugfarþega að hafa þolinmæði með okkur á meðan á þessum framkvæmdum stendur
Nýja viðbyggingin er notuð fyrir komur í millilandaflugi. Viðbyggingin er einnig notuð fyrir komufarþegar í innanlandsflugi nema ef afgreiðsla vega millilandaflugs standi yfir. Ef svo er þá koma farþegar í innanlandsflugi inn í gengum bráðabirgða sal við suðurenda flugstöðvarinnar (gámaeiningar).
Öll innritun er enn á sama stað.
Í lok júní mun nýr innritunarsalur verða tekinn í notkun í miðju flugstöðvarinnar, þ.e. þar sem gamli komusalurinn var. Þá mun aðstaðan verða miklu betri fyrir bæði innanlands- og millilandafarþega.
Í lok ágúst mun svo nýr komusalur fyrir innanlandsflug verða tilbúinn og þá lýkur framkvæmdum við flugstöðina.
Núna eru bílaleigurnar með bráðabirgðaaðstöðu í gámum á suðurhluta bílastæðisins.
Frá þessu segir á heimasíðu Akureyrarflugvallar á Facebook