Fréttir

Íslendingar kaupa fleiri gistinætur en fyrir heimsfaraldur-Met slegin í júlí og ágúst

Seldum gistinóttum á Norðurlandi heldur áfram að fjölga, en samkvæmt tölum frá Hagstofunni var slegið met í júlí og ágúst. Þetta er í samhengi við þróunina í maí og júní , en sérstaka athygli vekur fjölgun gistinátta í ágúst sem sýnir enn betur þá þróun að sumartímabilið er orðið lengra og teygir sig nú frá maí og vel inn í september. Þar spilar aukið millilandaflug um Akureyrarflugvöll lykilhlutverk.

Lesa meira

HSN-Árlegar bólusetningar að hefjast

Árlegar bólusetningar við inflúensu og Covid-19 hefjast hjá HSN eftir miðjan október.  Bólusett verður samtímis við inflúensu og Covid-19 á öllum heilsugæslustöðvum. Hægt verður að velja um að fá annað hvort eða bæði bóluefnin í sömu heimsókn.

Sóttvarnalæknir mælir með því að eftirtaldir áhættuhópar fái forgang við bólusetningar við Covid-19: 

  • Allir einstaklingar 60 ára og eldri.

  • Öll börn og fullorðnir sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, offitu, sykursýki, illkynja sjúkdómum eða eru ónæmisbæld af völdum lyfja eða sjúkdóma.

  • Barnshafandi konur.

  • Heilbrigðisstarfsfólk sem annast einstaklinga í áhættuhópum sem taldir eru upp hér að ofan.

Tímasetningar á hverri starfsstöð verða auglýstar fljótlega.

Lesa meira

Sprellmót SHA – „ekki bara drykkjukeppni

Föstudaginn 22. september síðastliðinn urðu gestir í miðbæ Akureyrar varir við hóp fólks í hinum ýmsu búningum og í fyrstu héldu eflaust mörg að um dimmiteringuframhaldsskólanema væri að ræða. 

Það var þó ekki svo heldur voru það líflegir háskólanemar sem áttu sviðsljósið og var að ræða Sprellmót Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Í gegnum tíðina hefur Sprellmótið verið vinsælasti viðburður SHA. . Um er að ræða einstakan viðburð í félagslífi HA sem þekkist hvergi annarsstaðar.

Lesa meira

Akureyrarbær Engar úrbætur gegn umferðarhávaða

„Það hafa engar úrbætur verið gerðar af hálfu Akureyrarbæjar varðandi umferðarhávaða, þrátt fyrir að í 10 ár hafi legið fyrir að hávaði á tilteknum svæðum er yfir reglugerðarmörkum,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Lesa meira

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Ógilti þrjár ákvarðanir um efnistöku í Hörgá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar Hörgársveitar og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin sem sneru að afar umfangsmikilli efnistöku úr farvegi Hörgár neðan hringvegarins við Krossastaði.

Lesa meira

Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs í nýtt húsnæði

„Þetta er mikil framför og við hlökkum til vetrarins og að geta kynnt íþróttina fyrir almenningi. Við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Alfreð Birgisson há Íþróttafélaginu Akri – bogfimideild sem opnar um helgina nýja aðstöðu við Kaldbaksgötu 2 á Akureyri.

Lesa meira

Snjallstýrð LED götulýsing á Svalbarðseyri

Nýju LED götuljósalamparnir í Borgartúni og Tjarnartúni eru snjallstýrðir. Á þeim eru birtu- og hreyfinemar sem stýra lýsingunni eftir aðstæðum.

Lesa meira

GÖTUGANGA Á MORGUN LAUGARDAG - VIRK EFRI ÁR

Laugardaginn 7. október, kl. 14, verður Götuganga virkra efri ára - fyrir 60 ára og eldri íbúa haldin hér á Akureyri í fyrsta sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga annað hvort 2,5 km eða 5,0 km.
 
Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.

Rásmark
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.

2,5km gönguleið
Gönguleiðin í 2,5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, langleiðina að Leirunesti, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.

 
5km gönguleið
Gönguleiðin í 5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof og um 100 m lengra en Mótorhjólasafnið þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
 
Tímataka
Tími allra þátttakenda verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna.
 
Verðlaun
Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.
 

Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 6. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (7.okt) kl. 11-13. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.
Skráningarsíðan er hér

Lesa meira

Stjórn Framsýnar-Ályktað um flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum urðu miklar umræður um flugsamgöngur og mikilvægi þess að þær verði áfram greiðar milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ákveðið var að álykta um málið:

Lesa meira

Ekki eintóm sæla

„Nú á það að vera ánægja og æðisleg upplifun að eiga barn“

Þessi staðhæfing hljómaði í eyrum mér í útvarpsþætti einn morguninn þegar ég var í göngutúr í haustsvalanum. Rætt var við þrjár ungar tvíburamæður sem ræddu m.a. um þá upplifun að eignast tvö börn í einu. Þáttastjórnandi sló þar fram ofangreindri fullyrðingu um upplifun þess að eignast barn. Mæðurnar ungu tóku vissulega undir þetta að hluta til en komu einnig inn á að þetta væri ekki bara dásamlegt og eintómur dans á rósum. Sjónarhorn sem heyrist kannski of sjaldan en ég verð nokkuð oft vitni af í starfi mínu sem ljósmóðir.

Lesa meira