Fréttir

Sprellmót SHA – „ekki bara drykkjukeppni

Föstudaginn 22. september síðastliðinn urðu gestir í miðbæ Akureyrar varir við hóp fólks í hinum ýmsu búningum og í fyrstu héldu eflaust mörg að um dimmiteringuframhaldsskólanema væri að ræða. 

Það var þó ekki svo heldur voru það líflegir háskólanemar sem áttu sviðsljósið og var að ræða Sprellmót Stúdentafélags Háskólans á Akureyri (SHA). Í gegnum tíðina hefur Sprellmótið verið vinsælasti viðburður SHA. . Um er að ræða einstakan viðburð í félagslífi HA sem þekkist hvergi annarsstaðar.

Lesa meira

Akureyrarbær Engar úrbætur gegn umferðarhávaða

„Það hafa engar úrbætur verið gerðar af hálfu Akureyrarbæjar varðandi umferðarhávaða, þrátt fyrir að í 10 ár hafi legið fyrir að hávaði á tilteknum svæðum er yfir reglugerðarmörkum,“ segir Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

Lesa meira

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála Ógilti þrjár ákvarðanir um efnistöku í Hörgá

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur ógilt þrjár ákvarðanir sveitarstjórnar Hörgársveitar og eina ákvörðun Fiskistofu um leyfi til efnistöku í Hörgá. Náttúruverndarsamtökin Náttúrugrið kærðu í vor leyfin sem sneru að afar umfangsmikilli efnistöku úr farvegi Hörgár neðan hringvegarins við Krossastaði.

Lesa meira

Bogfimideild Íþróttafélagsins Akurs í nýtt húsnæði

„Þetta er mikil framför og við hlökkum til vetrarins og að geta kynnt íþróttina fyrir almenningi. Við finnum fyrir miklum áhuga,“ segir Alfreð Birgisson há Íþróttafélaginu Akri – bogfimideild sem opnar um helgina nýja aðstöðu við Kaldbaksgötu 2 á Akureyri.

Lesa meira

Snjallstýrð LED götulýsing á Svalbarðseyri

Nýju LED götuljósalamparnir í Borgartúni og Tjarnartúni eru snjallstýrðir. Á þeim eru birtu- og hreyfinemar sem stýra lýsingunni eftir aðstæðum.

Lesa meira

GÖTUGANGA Á MORGUN LAUGARDAG - VIRK EFRI ÁR

Laugardaginn 7. október, kl. 14, verður Götuganga virkra efri ára - fyrir 60 ára og eldri íbúa haldin hér á Akureyri í fyrsta sinn. Vonandi sér fjöldinn allur sér fært að mæta. Frítt er í gönguna og gaman fyrir göngugarpa bæjarins að hittast og ganga annað hvort 2,5 km eða 5,0 km.
 
Gönguleið
Gengið verður í suðurátt frá Hofi og snúið við þegar leiðin er hálfnuð og gengið til baka. Brautarverðir verða á leiðinni til að leiðbeina þátttakendum og hvetja þá til dáða.

Rásmark
Rásmark er á göngustígnum rétt sunnan við Hof, og þar er einnig endamarkið.

2,5km gönguleið
Gönguleiðin í 2,5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof, langleiðina að Leirunesti, þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.

 
5km gönguleið
Gönguleiðin í 5 km hlaupinu liggur frá rásmarki, rétt sunnan við Hof og um 100 m lengra en Mótorhjólasafnið þar er snúningspunktur og gengið er aftur til baka, sama leið í mark.
 
Tímataka
Tími allra þátttakenda verður skráður og birtur hér á síðunni skömmu eftir götugönguna.
 
Verðlaun
Nokkrir heppnir þátttakendur verða dregnir út og hljóta verðlaun.
 

Skráning og keppnisnúmer
Skrá þarf þátttöku fyrir kl. 23 föstudaginn 6. október, til að eiga möguleika á útdráttarvinningi. Sækja þarf keppnisnúmer í Hof á götugöngudag (7.okt) kl. 11-13. Göngugarpar verða svo beðnir um að skila númeri að göngu lokinni svo endurnýta megi þau.
Skráningarsíðan er hér

Lesa meira

Stjórn Framsýnar-Ályktað um flugsamgöngur um Húsavíkurflugvöll

Stjórn Framsýnar kom saman til fundar í gær. Á fundinum urðu miklar umræður um flugsamgöngur og mikilvægi þess að þær verði áfram greiðar milli Húsavíkur og Reykjavíkur. Ákveðið var að álykta um málið:

Lesa meira

Ekki eintóm sæla

„Nú á það að vera ánægja og æðisleg upplifun að eiga barn“

Þessi staðhæfing hljómaði í eyrum mér í útvarpsþætti einn morguninn þegar ég var í göngutúr í haustsvalanum. Rætt var við þrjár ungar tvíburamæður sem ræddu m.a. um þá upplifun að eignast tvö börn í einu. Þáttastjórnandi sló þar fram ofangreindri fullyrðingu um upplifun þess að eignast barn. Mæðurnar ungu tóku vissulega undir þetta að hluta til en komu einnig inn á að þetta væri ekki bara dásamlegt og eintómur dans á rósum. Sjónarhorn sem heyrist kannski of sjaldan en ég verð nokkuð oft vitni af í starfi mínu sem ljósmóðir.

Lesa meira

Akureyri hættir stuðningi við flugklasan Air 66N

,,Það er miður að Akureyrarbær ætli að hætta stuðningi sínum við Flugklasann Air 66N. Akureyrarbær ætti að leggja metnað í að byggja ofan á þann árangur sem hefur náðst, ekki síst þar sem enn eru mikil tækifæri til þess að byggja Norðurland upp sem heilsárs áfangastað fyrir millilandaflug" segir í bókun sem Hilda Jana Gísladóttir lagði fram á fundi bæjarráðs í gær en þar var ákveðið  að hætta stuðningi við flugklasann.  

Eftirfarandi  kemur fram í bókun sem fjórir af fimm fulltrúum í bæjarráði samþykktu ,,Bæjarráð ákvað á fundi sínum 27. október 2022 að gera sólarlagssamning við Flugklasann um árin 2022 og 2023. Bæjarráð ítrekar þá bókun sem tekin var á þeim fundi þar sem sagði að Akureyrarbær hefur verið dyggur stuðningsaðili Air 66N verkefnisins frá upphafi. Markmið flugklasans hefur verið að koma á beinu millilandaflugi um Akureyrarflugvöll allt árið um kring. Töluverður árangur hefur náðst í því átaki, en ljóst að áfram þarf að sinna því verkefni. Bæjarráð telur farsælla að stuðningur verði í gegnum sameiginlegan stuðning sveitarfélaga og fyrirtækja á svæðinu við Markaðsstofu Norðurlands."
 

Lesa meira

Löng saga og stutt

Einörð afstaða sveitarstjórnar og íbúa Grýtubakkahrepps þegar kemur að sameiningarmálum sveitarfélaga, hefur í gegnum tíðina vakið athygli. Kannski er það ekki að undra, þar sem telja má ansi líklegt að Grýtubakkahreppur eigi sér lengsta sögu núverandi sveitarfélaga á Íslandi í óbreyttri mynd. Hann rekur sögu sína meira en eitt þúsund ár til þess tíma er hreppar tóku að myndast á þjóðveldisöld.

Lesa meira