Andlit Grenivíkur til sýnis!
Sýning á myndunum í Gamla skóla!
Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna út í eyju frá Akureyri og tók ferðin um 8,5 klukkustundir. Bryggjan er 25 metra löng og leysir eldri og úr sér gengna bryggju af hólmi.
Í dag, 5. apríl 2024 eru 60 ár liðin frá stofnun Verkalýðsfélags Húsavíkur, nú Framsýnar stéttarfélags. Verkalýðsfélagið varð til þegar Verkamannafélag Húsavíkur og Verkakvennafélagið Von sameinuðust vorið 1964. Fyrsti formaður félagsins var Sveinn Júlíusson. Félagssvæði þess í dag er Norðurþing, Þingeyjarsveit og Tjörneshreppur.
Á morgun laugardag klukkan 14, opnar í Safnahúsinu á Húsavík áhugaverð sýning tveggja myndlistakvenna sem hafa í áratugi auðgað samfélagið með list sinni þar sem þjóðlegar aðferðir fá að njóta sín til fullnustu.
„Við vorum auðvitað að vona að það kæmi fram tilboð en í ljósi ástandsins almennt má segja að þetta kom ekki á óvart,“ segir Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi Akureyrarbæjar.
Ársreikningur Akureyrarbæjar fyrir árið 2023 var lagður fram í bæjarráði í dag. Rekstur samstæðunnar gekk vel og nokkru betur en gert hafði verið ráð fyrir. Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 659 milljóna króna halla en niðurstaðan var jákvæð um 436 milljón króna. Verðbólga og lífeyrisskuldbindingar settu mark sitt á uppgjörið. Sjóðstreymið var betra en árið áður.
Byggðaráð Norðurþings væntir þess að útboð Vegagerðarinnar á áætlunarflugi milli Húsavíkur og Reykjavíkur feli í sér þann sveiganleika að framlag Vegagerðarinnar verði sex mánuðir yfir vetrartímann. Vegagerðin hefur ákveðið að einungis verði flogið á þessari leið yfir vetrarmánuðina, frá desember til loka febrúar.
Bókin Mía fær lyfjabrunn varð til þegar Þórunn Eva G. Pálsdóttir var að gera lokaverkefni sitt í sjúkraliðanámi vorið 2019.
Jarðgöng bæta samgöngur
Það má með sanni segja að páskahretið hafi haft mikil áhrif á ferðalög landsmanna síðustu daga. Víða voru vegalokanir með tilheyrandi vandkvæðum fyrir þá sem þurftu að komast leiðar sinnar. Það er mjög skiljanlegt að umræður um jarðgöng verði háværari þegar vegir lokast í lengri tíma. Ég tek undir þá umræðu og tel afar brýnt að ávallt séu í gangi framkvæmdir við jarðgöng á hverjum tíma, ef ekki tvenn. Jarðgöng eru mikilvæg fyrir samfélagsuppbyggingu á hverjum stað, eins og dæmin sanna og geta skipt sköpum fyrir atvinnurekstur á landsbyggðinni svo ekki sé minnst á öryggið.
Lokkur 22-330 frá Þverá fékk fyrstu verðlaun í flokki veturgamalla hrúta með hæstu heildareinkunn sem fengist hefur í stigakerfi því sem Félag sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu notar eða 39,6 stig