Fréttir

Vilja reglur um símanotkun í grunnskólum Akureyrar

Símanotkun barna og unglinga er mikið rædd  um þessar mundir og á næsta fundi Bæjarstjórnar  Akureyrar munu bæjarfulltrúar Framsóknar, Sunna Hlín Jóhannesdóttir og Gunnar Már Gunnarsson, leggja fram eftirfarandi tillögu til að sporna við notkun síma á skólatíma:

Lesa meira

Bókun 35 og fullveldi íslensku þjóðarinnar

Innleiðing 3. orkupakka ESB í íslensk lög eyðilagði Sjálfstæðisflokkinn. Nú liggur fyrir frumvarp um innleiðingu Bókunar 35 við EES samninginn sem framselur löggjafarvald Alþingis til ESB. Hvað er að gerast? Er verið endanlega verið að rústa flokknum? 

Lesa meira

Hátæknibúnaður sem prentar út í plasti og málmi tekinn í notkun hjá N.Hansen á Akureyri

Samherji er umsvifamikið fyrirtæki á Eyjafjarðarsvæðinu í kaupum á þjónustu, hvort sem um er að ræða fyrir landvinnslur félagsins eða togaraflotann. Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja segir Eyjafjarðarsvæðið vel þekkt sem þekkingarsetur í haftengdri starfsemi og Samherji leggi áherslu á samvinnu um þróun og hönnun sértækra tæknilausna.

Lesa meira

VMA - Kynntu sér kennslu erlendra nema í Groningen

„Í þessari ferð sannfærðust við um það enn frekar hversu mikilvægt er að stórauka íslenskukennslu sem annars tungumáls. Ég held að það sé öllum ljóst að við verðum að bæta verulega í þessa kennslu á framhaldsskólastiginu,“ segir Jóhanna Björk Sveinbjörndóttir, verkefnastjóri erlendra nema í VMA. Jóhanna, Annette de Vink tungumálakennari og Anna María Jónsdóttir, sviðsstjóri verklegra greina í VMA, fóru til Groningen í Hollandi dagana 17. til 24. september sl. þar sem þær kynntu sér hvernig Hollendingar standa að kennslu innflytjenda og hælisleitenda. Ferðin var styrkt af Erasmus+ styrkjaáætlun ESB

Lesa meira

Grafið undan góðu og nauðsynlegu starfi

Verið er að grafa undan góðu og nauðsynlegu starfi Markaðsstofu Norðurlands með því að hætta stuðningi við mikilvægasta verkefnið fyrir ferðaþjónustu á Norðurlandi segir í bókun sem gerð var á stjórnarfund MN en tilefni er það mörg af fjölmennustu sveitarfélögunum á Norðurlandi hafa hafnað beiðni MN um áframhaldandi stuðning við Flugklasann Air 66N.

Lesa meira

Lífræn ræktun á Sólbakka garðyrkjustöð á Ósi í Hörgársveit undanfarin fimm ár

„Það kom aldrei annað til greina hjá okkur en að rækta lífrænt grænmeti. Okkur langaði til að bjóða upp á algjörlega hreina matvöru, þar sem enginn tilbúin áburður er notaður og enginn eiturefni. Við sjáum hins vegar að lífræn ræktun á undir högg að sækja, það eru nánast engir nýir að byrja og endurnýjun er afar lítil. Að rækta lífrænt á Íslandi er mjög krefjandi og við þyrftum ef vel á að vera að geta tækjavætt okkur mun meira,“ segir Sunna Hrafnsdóttir sem ásamt móður sinni, Nönnu Stefánsdóttur skrúðgarðyrkjumeistara og Andra Sigurjónssyni húsasmið stendur að lífrænni útimatjurtaræktun á jörðinni Ósi í Hörgársveit og gengur stöðin undir nafninu Sólbakki garðyrkjustöð. Sunna útskrifaðist af lífrænni braut Garðyrkjuskólans árið 2018.

Lesa meira

FVSA - Íbúð á Spáni í boði næsta sumar

Félag verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni, FVSA auglýsti nýlega orlofsíbúð á Spáni fyrir sumarið 2024 og er hún viðbót við aðra orlofskosti félagsins. „Það er ánægjulegt að geta boðið upp á þennan möguleika fyrir næsta sumar, enda markmið okkar að reyna að svara eftirspurn félagsfólks eins og hægt er“ segir Eiður Stefánsson, formaður FVSA.

Lesa meira

Flugsamgöngur til umræðu á Húsavík í dag

Forsvarsmenn Flugfélagsins Ernis hafa fundað stíft með heimamönnum hér norðan heiða í dag. Fundað hefur verið með fulltrúum Framsýnar, Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og Mývatnsstofu. Auk þess sem aðilar á svæðinu sem koma að byggða- og atvinnumálum hafa verið kallaðir til enda um mikið hagsmunamál að ræða.

Lesa meira

Bæjarráð Akureyrar samþykkir 30 milljón króna viðauka vegna stuðningsþjónustu

Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt beiðni velferðarráðs um tæplega 30 milljón króna viðauka við fjárhagsáætlun vegna aukinnar þarfar fyrir stuðningsþjónustu. Unnið hefur verið eftir nýjum reglum um stuðningsþjónustu á Akureyri í nokkra mánuði og hafa þau markmið að fækka þeim sem eingöngu frá þrif að nokkru leyti gengið eftir, en meiri áhrif þeirrar ákvörðunar koma betur í ljós þegar líður á ári

Lesa meira

Flugklasinn Air 66N Fjögur sveitarfélög á Norðurlandi láta af stuðning

 Nokkur sveitarfélög á Norðurlandi sem stutt hafa við verkefni Flugklasans Air 66N hafa ákveðið að styrkja verkefnið ekki lengur. Það á við um Akureyrarbæ, Norðurþing, Skagafjörð og Fjallabyggð. Svör hafa ekki borist frá öllum sveitarfélögum á Norðurlandi sem fengu beiðni um áframhaldandi stuðning við verkefnið. Flugklasinn hefur verið í gangi frá árinu 2011. 

Lesa meira