Fréttir

Nýr námshópur í kvöldskóla í húsasmíði í VMA

Nýr námshópur hóf nám í húsasmíði í kvöldskóla við VMA nú í haust. . Þetta er annar hópurinn sem hefur nám í kvöldskóla í húsasmíði við skólann en fyrsti hópurinn hóf nám sitt haustið 2021 og brautskráðist síðastliðið vor.

Lesa meira

Heimsóttu samstarfsskóla í Finnlandi

Tónlistarskóli Húsavíkur fór haustið 2022 af stað með afar áhugavert verkefni sem miðar að því að gera tónlistarnám aðgengilegra fyrir fólk með sértækar stuðningsþarfir. Verkefnið er að finnskri fyrirmynd en mjög góð aðsókn hefur verið í námið

Lesa meira

NÝTT UPPHAF -Það er okkar að fljúga

Nýtt Upphaf auglýsir eftir 11 einstaklingum sem hafa áhuga á að taka þátt í einhverju sem aldrei áður hefur verið framkvæmt á Íslandi  

Lesa meira

Flug Icelandair til Keflavíkur endurvakið

Fyrstu farþegum í alþjóðatengingu Icelandair frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar var í morgun boðið upp á léttar kaffiveitingar á Akureyrarflugvelli. Alþjóðatengingin stendur til boða á tímabilinu 15. október til 30. nóvember 2023. Á tímabilinu verður flogið þrisvar sinnum í viku frá Akureyri til Keflavíkur, á mánudögum, fimmtudögum og laugardögum klukkan 5:50 að morgni og þrisvar sinnum í viku frá Keflavík til Akureyrar á miðvikudögum klukkan 21:20 og föstudögum og sunnudögum klukkan 17:15. Með fluginu verður auðvelt að tengja við fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. 

Lesa meira

Alltumlykjandi innsetning á myndlistarsýningu Aðalsteins

Aðalsteinn Þórsson hefur opnað sýningu í Deiglunni.

Lesa meira

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps Fossbrekka og Safnasafnið hlutu umhverfisverðlaun

Umhverfis- og atvinnumálanefnd Svalbarðsstrandarhrepps hefur veitt umhverfisviðurkenningar  fyrir snyrtilegar lóðir í sveitarfélaginu.  Ákveðið var að veita annars vegar fyrirtæki og hins vegar lóð einstaklinga viðurkenningu að þessu sinni. Sveitarstjóri og formaður Umhverfis- og atvinnumálanefndar afhentu viðurkenningar.

Gígja Kjartansdóttir Kvam og Roar Kvam í Fossbrekku hlutu umhverfisviðurkenningu Svalbarðsstrandarhrepps fyrir snyrtimennsku, fallega og vel hirta lóð. „Það er alltaf snyrtilegt heim að líta í Fossbrekku, byggingum vel við haldið og ræktarlegur trjágróður myndar fallega og stílhreina umgjörð um garðinn og heimilið,“ segir í umsögn um Fossbrekku á vefsíðu Svalbarðsstrandahrepps.

Níels Hafstein og Magnhildur Sigurðardóttir hlutu viðurkenningu fyrir Safnasafnið. „Umgjörð og aðkoma að safninu og umhverfi þess er snyrtileg, húsakosti vel við haldið, sem og lóð og garði. Listaverk og gróður setja skemmtilegan stíl á umhverfið og ramma inn starfsemi safnsins.“

Lesa meira

Ályktanir frá Kjördæmaþingi Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi

Kjördæmisþing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi var haldið á Stóru Laugum í Reykjadal, í gær laugardaginn 14.október 2023.

Lesa meira

Bjóða Eyjafjarðarsveit að kaupa hlut þess í félaginu

Meirihluti stjórnar Norðurorku, Hlynur Jóhannsson, Geir Kristinn Aðalsteinsson og Þórhallur Jónsson, töldu rétt að bjóða Eyjafjarðarsveit að Norðurorka kaupi hlut þeirra í félaginu beri sveitarfélagið ekki traust til félagsins. Sif Jóhannesar Ástudóttir og Hlynur Örn Ásgeirsson sem einnig sitja í stjórn Norðurorku tóku ekki undir bókunina og töldu réttara að taka frekara samtal um málið.

Lesa meira

Hlíðaskóli Akureyri - Þemadagar um Afríku

Þemadagar voru haldnir í Hlíðarskóla nýverið og var viðfangsefnið í ár Afríka.  Fjórir hópar voru að störfum og gerði hver þeirra kynningu um sitt land eða sín lönd. Fjölluðu hóparnir um menningu, mat og nauðsynjar og aðra skemmtilega punkta ásamt því að efna til kahoot spurningakeppni.

Einnig unnu hóparnir listaverk með sýnum kynningum, eins og píramída, landakort eða fána. Að lokum var hver hópur með mat frá sínum löndum sem bragðaðist yndislega að því er fram kemur á vefsíðu Hlíðarskóla.

Lesa meira

Í mörg horn að líta hjá Lögreglunni

Um kl 17:30 var tilkynnt um eldsvoða á bæ í Eyjafjarðarsveit, að um væri að ræða eld í útihúsi og að ekki væri vitað hvort einhver væri inni. Lögregla og slökkvilið fóru með forgangi á vettvang. Í ljós kom að eldur hafi kviknað í heyi fyrir utan útihús. Ábúanda tókst að slökkva eldinn að mestu áður en viðbragðsaðilar komu og varð ekki tjón á húsum og engan sakaði.

Meðan lögreglumenn voru að störfum á brunavettvangi voru rannsóknarlögreglumenn á leið til Akureyrar frá Varmahlíð, þar sem þeir höfðu verið við störf. Óku þeir þá fram á umferðarslys á Hringveginum við Þelamerkurveg í Hörgárdal. Um var að ræða harðan árekstur, þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið í sömu akstursstefnu. 7 aðilar voru fluttir af vettvangi og þar af voru 4 slasaðir, 2 fullorðnir og 2 börn. Sjúkraflutningamenn fluttu alla aðila á Sjúkrahúsið á Akureyri og voru báðar bifreiðarnar óökufærar. Hringveginum var lokað á meðan og umferð vísað um Hörgárdalsveg.

Á meðan á vettvangsvinnu við þetta umferðarslys stóð varð umferðaróhapp á Hörgárdalsvegi þar sem bifreið var ekið aftan á aðra bifreið vegna hálku en engin slys urðu á fólki. Önnur bifreiðin varð óökufær en hægt var að aka hinni af vettvangi. Þarna hafði rúta einnig lent út af veginum en hálka og vonsku veður var á vettvangi.

Um kl 18:45 var svo tilkynnt um að bifreið hafi verið ekið á ljósastaur á Kjarnagötu á móts við Jaðarstún á Akureyri og ökumaðurinn ekið á brott án þess að kalla til lögreglu eða gera aðrar ráðstafanir. Hans er nú leitað og hvetjum við hann til að gefa sig fram. Við þiggjum gjarnan upplýsingar sem þið kunnið að hafa um málið en þeim er hægt að koma til skila í gegn um 1-1-2.

Um kl 19:00 var síðan tilkynnt um fólk í slagsmálum hjá verslunarmiðstöðinni Glerártorgi. Var þar um um að ræða ágreining milli aðila sem endaði með handalögmálum. Lögregla ræddi við fólkið og stillti til friðar og hefur þetta mál ekki frekari eftirmála hjá lögreglu.

Stuttu síðar var síðan tilkynnt um árekstur 3 bifreiða á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvallastrætis. Þar urðu engin slys á fólki en ágreiningur var um tildrög óhappsins þannig að ef vitni að atvikinu les þessa færslu má það gjarnan gefa sig fram.

Kannski er það helber hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé óheilladagur en svo mikið er víst að sjaldan sjáum við svo mikla ólukku verða á svo stuttum tíma.

Lesa meira