Enginn veitingarekstur á ,,Amtinu“ á næstunni
Á Facebooksíðu Amtsbókasafnsins er sagt frá því að ekki hafi borist tilboð í veitingarekstur á safninu en veitingareksturinn fór í útboð fyrr á þessu ári. Enginn sótti um og því ljóst að ekki verður neinn slíkur rekstur á safninu á næstunni.