Fréttir

Þingsályktunartilaga um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert mögulegt að framkvæma hjartaþræðingar

Logi Már Einarsson S er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 20 öðrum þingmönnum úr öllum flokkum þar með eru allir þingmenn  Norðausturkjördæmis  lögðu fram í gær á Alþingi  um að Sjúkrahúsinu á Akureyri verði gert kleift að framkvæma hjartaþræðingar.

Lesa meira

Akureyri - Kærir ákvörðun um breytingu á deiliskipulagi miðbæjar

Jón Oddgeir Guðmundsson eigandi tveggja fasteigna við annars vegar Glerárgötu 1 og hins vegar Strandgötu 13a hefur kært ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar um breytingar á deiliskipulagi fyrir miðbæ Akureyrar vegna hótelbyggingar sem til stendur að reisa á lóð númer 7 við Glerárgötu. Hann hefur sent kæru þar um til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Lesa meira

Akureyri - Samið við 8 verktaka um snjómokstur

Tilboð bárust frá 10 verktökum í snjómokstur og hálkuvarnir á Akureyri árin 2023 til 2026, með möguleika á framlengingu um eitt ár.

Lesa meira

Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri!

Friðrik Sigurðsson skrifar

 

Lesa meira

Tvær heilsugæslustöðvar en skoða hvort hyggilegt að bjóða rekstur annarar út

Heilbrigðisstofnun Norðurlands og heilbrigðisráðuneytið hafa birt tilkynningu þar sem áréttað er, vegna frétta undanfarna daga, að stefnt sé að því að taka í notkun tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri.

Lesa meira

Endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun

Í morgun var  glæsilegt endurbætt leiksvæði við Síðuskóla formlega tekið í notkun.  Fjölmörg  spennandi leiktæki prýða nú svæðið,  veglegir körfuboltavellir einnig  og  virðist sem vel hafi til tekist ef marka má viðbrögð nemenda sem  nýta sér óspart hin nýju tæki jafnt á skólatíma sem utan hans. 

Lesa meira

Þingsályktunartillaga um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri

Njáll Trausti Friðbertsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem hann ásamt 16 öðrum þingmönnum lögðu fram í gær á Alþingi um fasta starfsstöð þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri.

 Í ályktun þessari segir m.a   ,,Alþingi ályktar að fela dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því að Landhelgisgæslan komi upp fastri starfsstöð fyrir eina af þyrlum sínum á Akureyri í samstarfi við hagaðila á Akureyri.“

Lesa meira

Það er ekki síður val að vera heldur en val að fara

Fjallað verður um búsetufrelsi og niðurstöður rannsóknarverkefnisins Byggðafesta og búferlaflutningar sem unnið var á vegum Byggðastofnunar í samvinnu við sérfræðinga við ýmsar íslenskar og erlendar háskólastofnanir á Byggðaráðstefnunni 2023 sem haldin verður í Reykjanesbæ.

Lesa meira

Tillaga fulltrúa Framsóknar í bæjarstjórn um símanotkun í grunnskólum

„Þessa dagana er heilmikil umræða um áhrif snjalltækni á börnin okkar en það sem mér finnst skipta mestu máli er að við fræðum börnin okkar um virkni þessara miðla og að við kennum þeim að horfa á innihald þeirra með gagnrýnum augum,“ segir Sunna Hlín Jóhannesdóttir bæjarfulltrúi Framsóknarflokks í bæjarstjórn Akureyrar.

Lesa meira

Öldungaráð skorar á Akureyrarbæ

Öldungaráð á Akureyri hefur skorað á fræðslu- og lýðheilsunefnd bæjarins að halda áfram að bjóða upp á máltíðir á niðurgreiddu verði til eldra fólks. Hvetur ráðið til þess að bjóða upp á máltíðir fimm daga vikunnar, eins og flest önnur sambærileg sveitarfélög gera. Rætt var um hádegismat fyrir eldra fólk í félagsmiðstöðunum Birtu og Sölku á fundi ráðsins nýverið.

Lesa meira