20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Fréttir
Akureyrarflugvöllur - Nýja flughlaðið notað í fyrsta sinn
,,Það var býsna sérstök stund að vera á vaktinni (var að viðhalda skírteininu). Eftir áratuga baráttu,, sagði Njáll Trausti Friðbertsson flugumferðarstjóri á Akureyrarflugvelli í 30 ár sem var á vakt í flugturninum á þegar nýja flughlaðið var notaðí fyrsta sinn.
Fyrsta vélin sem afgreidd var á nýja flughlaðinu í gærkvöldi(sunnudagskvöldi) var farþegaþota á vegum Heimsferða (NEOS) sem var að koma í beinu flugi frá Tenerife. Á gamla flughlaðinu var verið að afgreiða aðra vél sem einnig var að sinna millilandaflugi, Prag-Akureyri-Prag.
,,Einstakt að upplifa þetta eftir áratuga baráttu fyrir þessari uppbyggingu. Eftirminnanleg kvöldvakt” sagði Njáll Trausti afar kátur að endingu.
VMA - Átta nemendur í kjötiðn
Núna á haustönn hófu átta verðandi kjötiðnaðarmenn nám í kjötiðn við VMA. Námið er í nánu samstarfi við Kjarnafæði-Norðlenska og þar eru allir þessir átta nemendur við störf – fjórir í starfsstöð fyrirtækisins á Akureyri og fjórir á Svalbarðseyri.
Skiptir landbúnaðurinn Akureyrarbæ máli?
Dagur landbúnaðarins var haldinn hér á Akureyri þann 13. október síðastliðin, undir yfirskriftinni „Landbúnaður á krossgötum“. Málþingið var mjög áhugavert, en þar kom m.a. fram það sem flest eru þó meðvituð um að afkoma bænda sé slæm, þeir séu skuldsettir, vaxtaumhverfið erfitt og ofan á þann veruleika bætist hátt aðfangaverð og verðbólga. Framkvæmdastjóri Bændasamtakanna gekk svo langt að segja að neyðarástand ríki.
Listasafnið á Akureyri: Þriðjudagsfyrirlestur
Þriðjudaginn 31. október kl. 17-17.40 heldur Magnús Helgason, myndlistarmaður, Þriðjudagsfyrirlestur undir yfirskriftinni Afþvíbarafyrirlestur Magnúsar. Þar mun hann fjalla um eigin myndlist og hvaða vinnuaðferðum hann beitir. Auk þess mun hann svara spurningum eins og Til hvers er myndlist Magnúsar? og Er þetta list?
Magnús Helgason útskrifaðist frá Listaháskólanum Aki í Hollandi 2001 og hefur síðan helgað sig tilraunakenndri kvikmyndalist, málaralist og innsetningalist. Magnús notar fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann tekur hluti og efni, ýmist sem náttúran hefur veðrað eða maðurinn skapað í öðrum tilgangi og raðar saman í nýja heild. Myndlist hans á ekki að þarfnast útskýringa. Helst eiga verkin að fara framhjá heilanum og hitta áhorfandann beint í hjartað.
Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn sem er samstarfsverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri og Gilfélagsins. Aðrir fyrirlesarar haustsins eru Kristín Elva Rögnvaldsdóttir, myndlistarkona, Heather Sincavage, gjörningalistakona og Rainer Fischer, myndlistarmaður.
Söfnun fyrir jólaaðstoð 2023
Fjáröflun Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis vegna jólaaðstoðar er hafin. Á heimasíðu sjóðsins segir m.a. að Jólin nálgist og vonandi vekji sú tilhugsun upp gleði og tilhlökkun hjá sem flestum. "Við vitum þó að jólin geta valdið mörgum áhyggjum af ýmsum ástæðum. Fjárhagslegir erfiðleikar geta gert fólki erfitt að halda gleðileg jól og þess vegna viljum við minna á söfnun fyrir jólaaðstoð Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis."
Hjarta Húsavíkur slær innan tíðar
Stórfelldar framkvæmdir í og við Húsavíkurkirkju hafa staðið yfir undanfarið en þeim er nú óðum að ljúka
Hækkar verð á reið og rafmangshjólum um áramót?
Endurgreiðsla á virðisaukaskatti af nýjum reiðhjólum og rafmagnsreiðhjólum fellur niður um áramótin en ekkert hefur veið gefið út um framhald á endurgreiðslunni af hálfu ríkisstjórarinnar, en um er að ræða allt að 48 þúsund krónur fyrir hvert reiðhjól og allt að 96 þúsund krónur fyrir hvert rafmagnsreiðhjól sem keypt nýtt frá hjólreiðaverslunum. Gætu verð hjólanna hækkað sem þessu nemur verði endurgreiðslan ekki framlengd.
KAON Gjöf til minningar um Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur
Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis fékk á dögunum styrk í minningu Aðalbjörgu Hafsteinsdóttur jóga og líkamsræktarfrömuðar sem lengi starfaði á Akureyri. Hólmfríður Jóhannsdóttir afhenti félaginu upphæðina, 370 þúsund krónur, en hún safnaðist í tengslum við minningartíma um Aðalbjörgu.
Hugmynd að bók um brýr yfir Eyjafjarðará kviknaði í hjóltúr
„Ég get nákvæmlega tímasett hvenær hugmynd um þessa bók kviknaði fyrst hjá mér,“ segir Arnór Bliki Hallmundsson sem hefur gefið úr bókina Brýrnar yfir Eyjafjarðará. Hann bætir við að það hafi verið 29. ágúst 2020, þegar hann var í hjóltúr um fremstu byggðir Eyjafjarðar. Bókin er um 50 blaðsíður og líkt og nafnið gefur til kynna fjallar Arnór í bókinni um brýr yfir Eyjafjarðará, stiklað er á milli þeirra ellefu brúa sem yfir hana liggja.