Tillaga að breytingum á innilaug Sundlaugar Akureyrar
Lögð hefur verið fram tillaga að innan- og utanhúss breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar.
Meðal breytinga sem fram kom í tillögu frá Ágústi Hafsteinssyni arkitekt er að sagði verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum. Svæðið undir núverandi útigöngubrú er afmarkað með glervegg og nýtt gólf steypt. Þá verði steyptur er nýr rampur fyrir fatlaða í nýtt stækkað svæði undir núverandi útigöngubrú. Einnig verði steypt upp í núverandi hurðargat inn í spennistöð sunnan við sundlaugarsal og nýtt hurðargat er sagað á austurhlið spennistöðvar. Komið verði fyrir nýjum útitröppum meðfram austurhlið.