Sportver opnar nýja og glæsilega verslun á Glerártorgi á laugardag.
Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins
Það verður nóg um að vera á opnunarhátíðinni, frábær tilboð, lukkuhjól fyrir alla þá sem vilja spreyta sig og eiga möguleika á glæsilegum vinningum, sem eru hátt í 200 talsins
Tvö ný hótelhús hafa verið tekin í notkun í Hálöndum ofan Akureyrar, en þau eru í orlofshúsa byggð sem þar hefur verið að rísa undanfarin rúman áratug. Svæðið er í landi Hlíðarenda við rætur Hlíðarfjalls. Félagið SS-Byggir hefur reist þar orlofshús og nú nýlega bættust tvær hótelbyggingar við.
Dauðinn er heiti á bók eftir Björn Þorláksson blaðamann. Hún kemur í verslanir á næstu dögum. Í bókinni sækir Björn Íslendinga heim, en í þeim hópi eru Akureyringarnir Gunnar Þór Gunnarsson hjartalæknir og Hildur Eir Bolladóttir prestur.
„Það sem gefur starfinu líf og lit eru mikil og góð samskipti við fólk. Viðfangsefnin eru skemmtileg og fjölbreytt, oftar en ekki kemur eitthvað óvænt upp þannig að fyrirfram veit maður ekki hvað vinnudagurinn ber í skauti sér,“ segir Anna María Kristinsdóttir mannauðsstjóri Samherja. Eiginmaður hennar er Friðrik Kjartansson og eiga þau tvö börn, Maríu Björk 19 ára og Kjartan Inga 15 ára. Anna María lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og rekstrarfræði frá Háskólanum á Akureyri árið 1999, en því námi hefur nú verið breytt í viðskiptafræði. Viðtal við Önnu Maríu birtist í sjávarútvegsblaðinu Ægi og er það birt hér með góðfúslegu leyfi ritstjóra blaðsins.
Á heimasíðu Oddeyrarskóla má finna þessa skemmtilegu frétt. ,,Síðasta vor setti þáverandi 1. bekkur niður kartöflur og sáði fyrir gulrótum og salati eftir umræður um sjálfbærni. Nú var komið að því að uppskera og það fléttast svona rosalega vel saman við Byrjendalæsis bókina sem verið er að vinna með í 1. og 2. bekk – bókina Blómin á þakinu. Hún fjallar um Gunnjónu sem flytur úr sveit í borg og saknar sveitalífsins mikið og matjurtargarðsins síns.
Leikhópurinn Umskiptingar frumsýnir verkið Töfrabókina, sagan af Gýpu á sunnudag, 1. október kl. 14 í Leikhúsinu á Möðruvöllum í Hörgársveit og verða sýningar á sunnudögum í október og fyrstu helgi í nóvember.Eftir sýningar verður hægt að kaupa kaffi og kruðerí, föndra svolítið og jafnvel sjá hvernig hægt er að gera sína eigin útgáfu af Gýpu.
Áramótabrenna sem haldin hefur verið við Réttarhvamm árum saman heyrir sögunni til. Ný reglugerð um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum sem hefur tekið gildi gerir það að verkum.
Byggðarráð Norðurþings tók í vikunni fyrir erindi frá Húsavíkurstofu vegna tjaldsvæðis á Húsavík, þar sem félagið leggur til að tjaldvæðið verðu sett í söluferli fremur en að leigja út rekstur þess.
Skúli Gunnar Árnason hefur verið ráðinn til starfa hjá Eimi og mun þar leiða Evrópuverkefni um orkuskipti í dreifðum byggðum
Það var glatt á hjalla á Jaðri síðdegis í gær þegar um 100 félagsmenn mættu og voru viðstaddir þegar Gísli Bragi Hjartarson, heiðursfélagi GA, tók fyrstu skóflustunguna af viðbyggingu sem mun rísa vestan við klúbbhúsið og hýsa inniaðstöðu GA.