Sundlaugar á Akureyri Um 2% aukning í aðsókn fyrstu 8 mánuði ársins
„Veður hefur alltaf mikil áhrif á aðsókn hjá okkur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar.
„Veður hefur alltaf mikil áhrif á aðsókn hjá okkur,“ segir Elín H. Gísladóttir forstöðumaður Sundlauga Akureyrar.
Heilsunudd er ný námsbraut sem var ýtt úr vör við VMA núna á haustönn.
Dekurdagar verða haldnir á Akureyri um komandi helgi og undirbúningur stendur nú sem hæst. Eitt af því er sala á slaufum sem hengdar eru á ljósastaura um bæinn og lífga mjög upp á lífið þessa haustdaga.
„Það er augljóst að áhyggjur okkar félagsmanna af sínum kjörum fara vaxandi, vissulega er misjafnt á milli manna hver kjörin eru, en það eru allir sammála um að skerðingar Tryggingastofnunar á lífeyrisgreiðslum eru óréttlátar og fyrir því finna allir,“ segir Karl Erlendsson formaður Félags eldri borgara á Akureyri. Félagið hélt á dögunum fund um kjaramál og var mæting einkar góð, um 200 manns mættu til að hlýða á framsögur og taka þátt í umræðum. Stofnaður hefur verið kjarahópur innan félagsins sem vinna á að bættum kjörum eldri borgara á svæðinu en mikilvægt þykir að rödd eyfirskra eldri borgara heyrist í umræðunni um málefni þeirra.
Öll börn sem náð hafa 12 mánaða aldri á Akureyri eru komin með leikskólapláss. Sá áfangi náðist með því að opna tvær nýjar leikskóladeildir í tveimur grunnskólum í bænum, Síðuskóla og Oddeyrarskóla. Næstu skref í uppbyggingu leikskóla í bænum er bygging nýs leikskóla í Hagahverfi.
Um næstu áramót tekur í gildi ný gjaldskrá sem felur m.a. í sér gjaldfrjálsan sex tíma leikskóla með tekjutengingu á það sem umfram er. Tíminn frá kl. 8 til 14 verður gjaldfrjáls auk þess sem gjald fyrir alla dagvistun innan átta tíma lækkar.
Rétt um 100 manns manns tóku þátt í æfingunni
„Þetta snýst um að fylgja málinu eftir, hér er um viðkvæman hóp að ræða og við verðum með öllum ráðum að skoða hvað við getum gert,“ segir Elsa María Guðmundsdóttir, S-lista en hún óskaði eftir umræðum um stöðu mála varðandi heimsendan mat á fundi velferðarráðs.
Vinna er að hefjast við gerð deiliskipulags fyrir 16,2 ha íbúðarsvæði í landi Ytri Varðgjár í Eyjafjarðarsveit. Landslag ehf. hefur þá vinnu með höndum. Á svæðinu hefur landeigandi uppi áform um að byggja 30-40 íbúðarhús með aðkomu frá Veigastaðavegi.
„Þetta er eðlilega mikið gleðiefni, því frá því athvarfið var opnað hefur það sýnt sig það er sannarlega þörf fyrir Kvennaathvarf á svæðinu. Nú getum við veitt konum og börnum sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis þann stuðning og utanumhald sem við teljum nauðsynlegan,” segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.
Einar Hermannsson sölu- og markaðsstjóri flugfélagsins Ernis segir að flugi til Húsavíkur verði haldið áfram til áramóta, verið sé að leggja drög að samningi er varðar aðkomu Vegagerðarinnar og innviðaráðuneytisins að málinu. Þetta kemur fram á mbl.is í dag.