Tímabært að hressa upp á innilaugina

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar
Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar

Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar segir tillögur sem lagðar hafa verið fram að breytingum og endurbótum á innisundlauginni í Sundlaug Akureyrar vera mjög góðar.

 „Þetta er flott og metnaðarfull hönnun sem mér líst vel á en við eigum eftir að fara betur yfir kostnað og tímaramma áður en við getum ákveðið að fara í þetta verkefni.“ Tillögurnar hafa verið kynntar í ráðinu en hún segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um framhaldið.

Bæði er um að ræða breytingar innandyra og utanhúss. Innilaugin er í kjallara gamla sundlaugarhússins og snýr niður að svonefndum andapolli. Sundlaug Akureyrar er með vinsælustu og fjölsóttustu sundlaugum landsins.

 Brynja Hlíf fer sjálf í laugina en þar er m.a. boðið upp á bæði ungbarna- og krakkasund sem hún hefur sótt með sínum dætrum. „Það er öllum ljóst sem þangað koma að tími er kominn á viðhald, “ segir hún. „Það er tímabært að hressa upp á innilaugina,“

 

 Metnaðarfull hönnun

„Þetta er flott og metnaðarfull hönnun sem mér líst vel á en við eigum eftir að fara betur yfir kostnað og tímaramma áður en við getum ákveðið að fara í þetta verkefni.“

 Meðal breytinga sem fram koma í tillögu sem Ágúst Hafsteinsson arkitekt vann er að sagði verði niður úr öllum gluggum á austurveggnum. Þannig verður rýmið opnara og bjartara með útisýni yfir andapollinn. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að sagað verði ofan af háum köntum umhverfis laugina og nýjum yfirfallsrennum komið fyrir í staðinn.

Nýjast