Fréttir

Íþróttafólk KA 2023 Helena Kristín Gunnarsdóttir og Hallgrímur Mar Steingrímsson

Kjöri íþróttafólks KA  fyrir árið 2023 var lýst í afmæliskaffi  sem fram fór í KA heimilinu i dag.  Það voru  þau Helena Kristín Gunnarsdóttir blakdeild  og Hallgrímur Mar  Steingrímsson knattspyrnudeild  sem sæmdarheitin hlutu.

Lesa meira

Ráðhúsið á Akureyri Flóttastigi settur upp á norðurhlið

Áætlað er að byggja flóttastiga á norðurhlið Ráðhússins á Akureyri en engar flóttaleiðir eru til staðar í norðurhluta hússins, frá annarri og upp á fjórðu hæð.

Tvö tilboð bárust í gerð flóttastigans, annað frávikstilboð án uppsetningar. Hagstæðasta tilboðið kom frá Vélsmiðju Steindórs upp ár tæpar 19,3 milljónir króna. Tilboðið felur í sér stigann og uppsetningu hans. Stiginn verður einfaldur hringstigi, byggður úr stál og er  heildarhæð um 11 metrar.

Utan tilboðsins er nýjar hurðar og gluggar í flóttaleiðirnar ásamt ísetningu þeirra, lóðafrágangur, jafnframt þarf að gera ráðstafanir varðandi glugga á jarðhæð sem þurfa að lokast sjálfkrafa við brunaboð. Heildarkostnaður framkvæmdarinnar er áætlaður um 35 milljónir króna sem er í samræmi við kostnaðaráætlun sem kynnt var  á liðnu hausti.

Lesa meira

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar á akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi

Bílstjórar SBA-Norðurleiðar luku í upphafi desembermánaðar akstursöryggisnámskeiði í Þýskalandi á vegum Ökulands í samstarfi við Mercedes-Benz / Daimler Truck. Námskeiðið er nýtt sem hluti þeirrar endurmenntunnar sem atvinnubílstjórar þurfa að gangast undir á fimm ára fresti áður en ökuréttindi eru endurnýjuð. 

Lesa meira

Sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni 2023

Örn Kató Arnarsson og Alicja Julia Kempistry voru valin sundfólk ársins hjá Sundfélaginu Óðni.

Lesa meira

Lambadagatal komið út í tíunda sinn

Lambadagatal Ragnars Þorsteinssonar sauðfjárbónda og ljósmyndara með meiru í Sýrnesi Aðaldal er nú komið út í tíunda skiptið. Ragnar tekur myndirnar á sauðfjárbúi sínu í Sýrnesi og allar myndirnar í lambadagatölin  eru teknar á sauðburði frá árinu áður þ.e.a.s. á Lambadagatali 2024 eru myndirnar teknar á sauðburði 2023 og endurspegla því einnig veðurfarið á þeim árstíma. Hann sér að auki um uppsetningu og hönnun dagatalsins, sem og fjármögnun þess og sölu. Dagatalið hefur verið fjármagnað á Karolinafund.is síðastliðin átta ár þar sem þau eru keypt í forsölu.

 

Lesa meira

Íþróttafólk Þórs 2023: Elmar Freyr, Maddie og Sandra María kjörin

Kjöri íþróttafólks Þórs var lýst rétt í þessu í hófinu Við áramót sem haldið var í Hamri. Sú óvenjulega staða kom upp að tvær konur urðu hnífjafnar í kjörinu á íþróttakonu Þórs.

Áður en að kom að því að kjöri íþróttafólks Þórs yrði lýst voru Íslandsmeistarar og landsliðsfólk úr röðum Þórs og Þórs/KA heiðruð, íþróttafólk deildanna var heiðrað og Rúnar Eff hélt uppi léttri stemningu á milli verðlaunaafhendinga. 

Lesa meira

Vill ekki vera með of miklar væntingar til næstu ára

Gott ár í hvalaskoðun á Húsavík

Lesa meira

Opið hús hjá bogfimideild Akurs

Bogfimideild Akurs verður með opið hús í nýjum húsakynnum sínum við Kaldbaksgötu 4 – norðurenda á sunnudag, 7. janúar kl. 13.

Þar gefst tækifæri á að kynna sér starfsemina og prófa bogfimi en er frábært fjölskyldusport sem hentar öllum aldri. „Það geta allir komið í heimsókn og prófað að skjóta af boga og rætt við þjálfa og aðra iðkendur. Við vonum svo sannarlega að það kvikni áhugi hjá einhverjum að koma til okkar að æfa,“ segir Alfreð Birgisson hjá Bogfimideild Akurs.

Vilja stækka hóp iðkenda

Hann segir að frá því í haust þegar nýtt húsnæði við Kaldbaksgötu var tekið í notkun undir bogfimideildina hafi bætst við ágætishópur en áhugi er fyrir því að stækka hann. „Við erum með iðkendur frá 10 ára aldri og uppúr, bæði er um að ræða iðkendur sem voru að stunda sportið áður en við misstum húsnæði okkar árið 2020 sem og nýir iðkendur, en margir þeirra voru búnir að bíða eftir að við opnuðum fyrir nýliða,“ segir Alfreð.

Lesa meira

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Drengurinn sló öll met

 Fyrsta barn ársins sem fæddist á fæðingardeild Sjúkrahússins á Akureyri leit dagsins ljós  kl. 15.01 á nýjársdag. Það var drengur,  3036 grömm og 50 sentímetrar. Foreldrar hans eru Arna Ingimundardóttir og Jóhann Helgason. Þau eru búsett á Sauðárkróki en svo skemmtilega vill til að Arna er starfandi ljósmóðir á fæðingardeildinni á Akureyri.

 „Öllum heilsast vel og drengurinn dásamlegur,“ segir Arna og bætir við að ekki hafi verið von á drengnum í heiminn á nýjársdag. „Ég á tvö börn sem fædd eru eftir 34 vikna meðgöngu, síðan misstum við lítinn dreng eftir 21 vikna meðgöngu. Það bjuggust því allir við að þessi drengur yrði fyrirburi líka. En hann sló öll met og kom öllum verulega á óvart og náði 37 vikna meðgöngu, þá ekki fyrirburi, og um leið náði hann yfir á nýtt ár. Þannig að við erum afskaplega hamingjusöm,“ segir Arna

Eisn og fram hefur komið fæddust heldur færri börn árið 2023 miðað við árið á undan, fæðingar nýliðið ár  voru 404 og þar af voru 6 tvíburafæðingar þannig að börnin urðu í allt 410. Árið 2022 voru fæðingar 429 talsins. Drengir voru heldur fleiri en stúlkur, 213 en stúlkur 197.

 

Lesa meira