Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja. Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.
Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti. Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.
Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.
,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag. Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur.
Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember. Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“
Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og blokki barnabóka.
Skáldsögur:
- Reykjavík - glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
- Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
- Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
- Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
- Verity / Colleen Hoover
- Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
- Daladrungi / Viveca Sten
- Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir
- Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
- Brúðkaup í paradís / Sarah Morgan
Barnabækur:
- Skrímslaleikur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal
- Lára fer í leikhús / Birgitta Haukdal
- Hrekkjavaka með Láru / Birgitta Haukdal
- Lára bakar / Birgitta Haukdal
- Lára fer í útilegu / Birgitta Haukdal
- Salka : tímaflakkið / Bjarni Fritzson
- Fótboltaráðgátan / Martin Widmark, Helena Willis
- Hundmann og Kattmann / Dav Pilkey
- Stjáni og stríðnispúkarnir : jólapúkar / Zanna Davidson
- Lára lærir að hjóla / Birgitta Haukdal