Fréttir

Háskólinn á Akureyri hefur innreið sína á hlaðvarpsmarkaðinn

Hlaðvarpið Forysta og samskipti var að hefja göngu sína en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Hann er einnig stjórnenda- og forystuþjálfari með fyrirtækið Forysta og samskipti ehf.

Lesa meira

Aukin tækifæri til samkeppnishæfs náms utan höfuðborgarsvæðisins með sameiningu Háskólans á Akureyri og Háskólans á Bifröst

Skýrsla um fýsileika þess að sameina Háskólann á Akureyri og Háskólann á Bifröst liggur fyrir. Kröftugur sameinaður háskóli með höfuðstöðvar á Akureyri og miðstöðvar um allt land myndi styrkja landsbyggðina í heild og fjölga tækifærum til náms utan höfuðborgarsvæðisins. 

Lesa meira

Hver styrkur skiptir okkur miklu máli

Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis hefur fengið nokkra styrki nú í aðdraganda jóla. Þar má nefna frá Oddfellowstúkinni Sjöfn, stúku nr. 2, frá Norðurorku og Coca Cola á Íslandi. Aflið veitir þolendur ofbeldis og aðstandendum þeirra ráðgjöf og stuðning.

Lesa meira

REYKJAVÍK - GLÆPASAGA OG SKRÍMSLALEIKUR ERU VINSÆLUSTU BÆKUR ÁRSINS Á AMTSBÓKASAFNINU 2023

Á þessum árstíma er vinsælt að skoða staðreyndir um allt milli himins og jarðar má segja.  Spotify notendur fá til dæmis upplýsingar um hvaða lög þeir hlustuðu mest á þetta árið o.s.frv.

 Amtsbókasafnið er ekki eftirbátur annara þegar kemur að utanum haldi um slika hluti.  Okkur lék forvitni á að vita hvaða bækur væru vinsælastar  s.l tólf mánuði og eins í hvaða mánuði ársins útlán væru flest.

Til svara var Guðrún Kristín Jónsdóttir deildarstjóri útlánadeildar.

,, Hér fyrir neðan eru tveir topplistar frá okkur fyrir árið 2023 fram til dagsins í dag.  Þetta eru annars vegar skáldsögur og hins vegar fyrir barnabækur. 

Hvað varðar útlán á mánuði þá er júlí með flestu útlánin en fast á hæla þess mánaðar eru mars, október og nóvember.  Allir þessir mánuðir eru með yfir 9.000 útlán.“

Hér koma top 10 listarnir í flokki skáldsagan og  blokki barnabóka.

Skáldsögur:

  1. Reykjavík - glæpasaga / Katrín Jakobsdóttir, Ragnar Jónasson
  2. Kannski í þetta sinn / Jill Mansell
  3. Strákar sem meiða / Eva Björg Ægisdóttir
  4. Játning / Ólafur Jóhann Ólafsson
  5. Verity / Colleen Hoover
  6. Kyrrþey / Arnaldur Indriðason
  7. Daladrungi / Viveca Sten
  8. Drepsvart hraun / Lilja Sigurðardóttir
  9. Gættu þinna handa / Yrsa Sigurðardóttir
  10. Brúðkaup í paradís / Sarah Morgan

 

Barnabækur:

  1. Skrímslaleikur / Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal
  2. Lára fer í leikhús / Birgitta Haukdal
  3. Hrekkjavaka með Láru / Birgitta Haukdal
  4. Lára bakar / Birgitta Haukdal
  5. Lára fer í útilegu / Birgitta Haukdal
  6. Salka : tímaflakkið / Bjarni Fritzson
  7. Fótboltaráðgátan / Martin Widmark, Helena Willis
  8. Hundmann og Kattmann / Dav Pilkey
  9. Stjáni og stríðnispúkarnir : jólapúkar / Zanna Davidson
  10. Lára lærir að hjóla / Birgitta Haukdal

 

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri Níu nýstúdentar brautskráðir

Undanfarin misseri hefur skólinn boðið upp á sveigjanleg námslok og því hafa allmörg lokið stúdentsprófi á öðrum tíma en 17. júní, í ágúst eða í desember. Þetta hafa þó verið fáir nemendur í hvert skipti en nú brá svo við að níu nemendur alls luku stúdentsprófi.

Lesa meira

88 brautskráðust frá VMA

Áttatíu og átta nemendur voru brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Hofi í dag. Sjö nemendur brautskráðust með tvö skírteini og því voru afhent níutíu og fimm brautskráningarskírteini. Alls hefur skólinn útskrifað á þessu almanaksári 271 nemanda með 304 skírteini en 183 nemendur með 209 skírteini voru útskrifaðir í vor sem var ein stærsta útskrift í sögu VMA.

Lesa meira

Opnað í Hlíðarfjalli að hluta til á morgun

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað að hluta á morgun, föstudaginn 22. desember.

Lesa meira

BSO fær lengri frest til að yfirgefa Strandgötuna

Bæjarráð Akureyrar hefur veitt BSO lengri frest til að fara að svæðinu, en stjórnendur BSO óskuðu í byrjun desember eftir framlengingu á stöðuleyfi leigubílastöðvar við Strandgötu.

Lesa meira

Blása til nýrrar sóknar í atvinnumálum Eyjafjarðarsvæðisins

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., og Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja hf., hafa stofnað félagið Drift EA með það að markmiði að byggja upp frumkvöðla- og nýsköpunarstarf á Eyjafjarðarsvæðinu. Þar munu frumkvöðlar og fyrirtæki fá aðstöðu og stuðning við að vinna hugmyndum sínum framgang innan og utan landsteinanna.

Lesa meira

Aflið fær stuðning frá Coca-Cola á Íslandi

Starfsfólk á vörustjórnunarsviði á Akureyri velur verðugt málefni

Lesa meira