Fréttir

Drift EA, sex fyrirtæki og Háskólinn á Akureyri fagna samstarfi um nýsköpun á Norðurlandi

DriftEA, Háskólinn á Akureyri, Cowi, Deloitte, Efla, Enor, Geimstofan, og KPMG hafa staðfest samstarf um nýsköpun á Norðurlandi.

Lesa meira

Uppáhalds............. golfbrautin mín

Benedikt Guðmundsson eða bara Baddi Guðmundss., er eins og  svo margir hér á landi hann spilar golf af ástríðu.  Baddi segir okkur frá sinni uppáhalds braut en hana   er að finna á Jaðarsvelli  næanar tiltekið er það sú fimmta.

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. 

Lesa meira

Heilsuvernd óskar eftir lóð við Þursaholt undir lífsgæðakjarna

Heilsuvernd ehf. hefur óskað eftir byggingareit á lóðinni númer 2 til 12 við Þursaholt. Búfesti hafði þá lóð til umráða en skilað henni inn þar sem forsendur fyrir þeim byggingu sem félagið ætlaði að reisa á svæðinu voru ekki fyrir hendi.

Lesa meira

Olga Gísladóttir hefur starfað hjá Silfurstjörnunni í 35 ár

Silfurstjarnan í Öxarfirði hefur frá upphafi verið burðarás atvinnulífsins á svæðinu og var fyrsta landeldisstöðin á landinu til að nota jarðhita af einhverju marki, enda aðgengi að heitu og köldu vatni sérlega gott í Öxarfirði. Silfurstjarnan var stofnuð árið 1988 og var í fyrstu í eigu heimamanna. Reksturinn gekk ekki þrautarlaust fyrir sig, ýmissa hluta vegna.

Lesa meira

Yfir 30 þátttakendur í fjölskylduratleik Norðurþings

Ratleikur Norðurþings var haldinn í fimmta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní.

Lesa meira

Veiði hafin í Laxá í Aðaldal

Veiði hófst í Laxá í Aðaldal í morgun og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta feng sumarsins 2024.  Sprækur hængur 81 cm á lengd stóðst ekki Metallicu no 8 sem veiðimaðurinn Hilmar Hafsteinsson bauð.   Veiðisstaðurinn var Sjávarhola sem hefur nú gefið þá nokkra gegnum tíðina . 

Lesa meira

Sigga Sunna sviðs- og brúðuhönnuður Litlu Hryllingsbúðarinnar í alþjóðlegri dómnefnd

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún gæðir svið Leikfélags Akureyrar lífi því hún hannaði leikmyndina fyrir Lísu í Undralandi árið 2014.

Lesa meira

Nýtt - Djúpgámar á Akureyri

Heimasíða Terra segir frá þvi að fyrstu djúpgámarnir utan höfðuborgarsvæðisins séu komnir I notkun á Akureyri.

Um er að ræða djúpgáma fyrir fjóra flokka; blandaðan úrgang, pappír, plast og matarleifar.

Lesa meira

Akureyrarbær og Þór - Skrifað undir samning um endurbætur á félagssvæði Þórs

Skrifað var undir samning milli Akureyrarbæjar  og Íþróttafélagsins Þórs í morgun  um endurbætur á knattspyrnuvöllum félagsins.  Um mikla framkvæmd er hér að ræða og mun hún í verklok gjörbreyta allir aðstöðu knattspyrnufólks í félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá helstu ákvæði hins nýja samnings og hann allan í heild  undir þessari frétt.

Lesa meira

Nytjamarkaðurinn Norðurhjálp opnar á ný og nú við Dalsbraut

„Það verður óskaplega gaman að opna aftur og við hlökkum mikið til að hefjast starfsemina á ný,“ segir Sæunn Ísfeld Guðmundsdóttir ein þeirra sem standa að nytjamarkaðnum Norðurhjálp sem opnar á nýjum stað kl. 13 í dag, föstudaginn 21. júní. Nýr staður undir starfsemina fannst við Dalsbraut, á efri hæð með inngangi sunnan megin. Markaðurinn hóf starfsemi í lok október í fyrra í húsnæði við Hvannavelli sem þurfti að rýma um mánaðamótin mars og apríl.

Lesa meira