Fréttir

Frábært að sjá afrakstur margra ára vinnu skila sér

„Það er frábært að sjá afrakstur af vinnu margra síðustu ára skila sér í auknum umsvifum í ferðaþjónustu á Norðurlandi yfir veturinn.,“ segir Hjalti Páll Þórarinsson verkefnastjóri Flugklasans Air 66N. Beint millilandaflug til Akureyrar er nú í gangi frá, London, Zurich í Sviss og Amsterdam í Holllandi.

Lesa meira

Greiðsluþátttaka vegna brottnáms brjóstapúða af læknisfræðilegum ástæðum

Sjúkratryggingum er nú heimilt að veita greiðsluþátttöku í aðgerðum til að fjarlægja brjóstapúða sem komið hefur verið fyrir í fegrunarskyni, teljist það nauðsynlegt af læknisfræðilegum ástæðum. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð þessa efnis og tók hún gildi 1. desember síðastliðinn.

Hingað til hefur greiðsluþátttaka í aðgerðum vegna brottnáms brjóstapúða (breast implants) einskorðast við að þeim hafi verið komið fyrir af læknisfræðilegum ástæðum, t.d. vegna enduruppbyggingar brjósts í kjölfar krabbameinsmeðferðar.

Þess eru dæmi að konur sem hafa fengið ígrædda brjóstapúða í fegrunarskyni hafi í kjölfarið fundið fyrir alvarlegum veikindum sem rekja má til púðanna. Til að fá þá fjarlægða hafa þær þurft að greiða kostnað vegna slíkrar aðgerðar að fullu. Aðgerðirnar eru kostnaðarsamar sem hefur valdið því að í einhverjum tilvikum hafa konur þurft að fresta eða jafnvel hætta við aðgerð þannig að veikindin hafa orðið viðvarandi og jafnvel versnað. Með ákvörðun ráðherra er brugðist við þessu.

Reglugerðin sem nú hefur verið sett nr. 1266/2023 felur í sér breytingu á fylgiskjali reglugerðar nr. 722/2009 um lýtalækningar sem sjúkratryggingar almannatrygginga taka til. Með breytingunni er kveðið á um að greiðsluþátttaka sé veitt vegna brottnáms brjóstapúða ef slík aðgerð er talin nauðsynleg af læknisfræðilegum ástæðum. Skilyrði fyrir greiðsluþátttöku eru eftirfarandi:

a) Ef til staðar er sýking í vasa sem geymir brjóstapúða.

b) Ef til staðar er krónísk bólga umhverfis brjóstapúða.

c) Ef staðfest er rof á brjóstapúða sem leitt hefur til leka úr púðanum og út fyrir þá bandvefshimnu (extracapsular) sem myndast utan um brjóstapúðann. Á þannig ekki við þegar rof á brjóstapúða uppgötvast í aðgerð þegar opnað er inn fyrir bandvefshimnuna(intracapsular).

Lesa meira

Skautafélag Akureyrar og Reiðskólinn í Ysta-Gerði hljóta samfélagsstyrk Krónunnar

Krónan hefur nú valið félög og félagasamtök sem hljóta samfélagsstyrki til verkefna sem hvetja til hollustu og hreyfingar barna og/eða verkefna sem hafa jákvæð áhrif á uppbyggingu í nærsamfélagi Krónunnar. Alls bárust yfir 300 umsóknir í ár sem er metaðsókn og eru langflestir styrkþegar staðsettir á landsbyggðinni. Tvö verkefni hlutu styrk á Akureyri en þetta er í þriðja sinn sem Krónan veitir samfélagsstyrki á Norðurlandi með opnun verslunar Krónunnar á Akureyri haustið 2022.

Reiðskólinn í Ysta-Gerði hlýtur styrk í ár fyrir verkefni þar sem börnum með sérþarfir eða greiningar er boðið í hesthúsið eftir skóla. Markmið verkefnisins er m.a. að efla sjálfstraust barnanna í rólegu og vinalegu umhverfi í nánd við hesta og önnur dýr.

Að auki hlaut Skautafélag Akureyrar styrk til kaupa á svokölluðum leikjapúðum sem nýtast á svellinu til að fleiri ungir iðkendur geti æft þar á sama tíma.

„Styrkurinn mun koma sér vel til kaupa á leikjapúðum á skautasvellið okkar. Með púðunum er hægt að skipta upp skautasvellinu í minni einingar, en þannig nýtist ísinn betur og við getum haft fleiri iðkendur og æfingar á sama tíma. Að auki eru þeir skemmtilegir, mjúkir og léttir svo þeir henta vel fyrir allar barna- og byrjendaæfingar en eru á sama tíma þægilegir í meðferð þar sem það tekur stuttan tíma að koma þeim fyrir,“ segir Jón Benedikt Gíslason, framkvæmdastjóri Skautahallarinnar á Akureyri.

„Það eru ekki nema þrjár skautahallir á Íslandi og hér á Akureyri erum við með eina svellið utan höfuðborgarsvæðisins. Hjá félaginu starfa þrjár deildir svo skortur á ístíma er mikill og er ávallt full nýting á svellinu. Púðarnir gera okkur kleift að auka nýtinguna og efla barnastarfið hjá félaginu til muna. Við þökkum Krónunni innilega fyrir styrkinn,“ bætir Jón Benedikt við.

„Það er virkilega ánægjulegt að veita þessum tveimur verkefnum samfélagsstyrk Krónunnar á Norðurlandi enda ríma þau vel við þá stefnu sem Krónan hefur sett sér varðandi veitingu styrkjanna ár hvert. Það er einnig ánægjulegt að sjá hversu mörg félög og samtök á Norðurlandi sóttu um í ár og sýnir það hversu öflugt starf er unnið á svæðinu þegar kemur að hreyfingu og lýðheilsu barna. Við hlökkum til að fylgjast með því frábæra starfi sem unnið er í Reiðskólanum í Ysta-Gerði og Skautafélagi Akureyrar og óskum þeim til hamingju með styrkina,“ segir Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar.

 

Lesa meira

Samningum um nýtt úrræði í barnaverndarmálum á Norðausturlandi

Með úrræðinu verður hægt að styðja við allt að 12 börn og ungmenni á ári sem yrðu vistuð á greiningar- og þjálfunarheimilinu í allt að 8 vikur. 

Lesa meira

Líf og fjör á Öskudaginn

Öskudagurinn á Húsavík hefur sennilega ekki farið framhjá mörgum manninum í bænum fagra við Sjálfanda. Alls konar karakterar, sumir sælir en aðrir all rosalegir, hafa verið vappandi um göturnar í dag með poka í hönd eða á baki. Heilsað hefur verið upp á fyrirtæki og stofnanir um allar trissur og sungið í skiptum fyrir mæru.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar voru á Skrifstofu stéttarfélaganna en fjöldi barna sem og fullorðnir hafa komið við og tekið lagið. Við þökkum kærlega fyrir okkur.

Lesa meira

Skemmtileg heimsókn Hollvina Húna í Lögmannshlíð

Þeir komu ekki tómhentir  félagarnir  i Hollvinum Húna þegar  þeir s.l. föstudag mættu í heimsókn i  Öldrunarheimilið  Lögmannshlíð.  Félagarnir höfðu meðferðis líkan af Húna ll Hu 2 sem smíðað var fyrir hollvini á s.l ári.  Er þetta í kjölfar þess að fyrrum sjómenn ÚA afhentu á dögunum Dvalarheimilinu Hlíð glæsilegt líkan af Stellunum svokölluðu, skipi ÚA og verða skipslíkönin til sýnis hjá heimilisfólkinu næstu mánuði.

Lesa meira

Ofbeldi á aldrei rétt á sér.

Ofbeldi hefur aukist á Íslandi. Um er að ræða allar tegundir ofbeldis, heimilisofbeldi, kynferðis ofbeldi, andlegt ofbeldi og stafrænt ofbeldi svo eitthvað sé nefnt. Ofbeldi á sér ótal myndir og ekki alltaf sem þolendur átta sig á því að þeir búa við ofbeldi.

 Ofbeldi meðal þeirra sem neyta áfengis og eða vímuefna hefur harðnað og þeir sem eiga við vímuefnafíkn að etja verða frekar þolendur ofbeldis. sem og gerendur. Það er vissulega áhyggjuefni að þegar einstaklingar hafa lokið vímuefnameðferð eiga þeir eftir að vinna úr ofbeldinu, hvort sem þeir eru þolendur eða gerendur.

Lesa meira

Freyvangsleikhúsið frumsýnir Gaukshreiðrið

„Æfingar hafa gengið mjög vel og nú hlökkum við mikið til að sýna afraksturinn,“ segir Jóhanna Ingólfsdóttir formaður Freyvangsleikhússins. Frumsýning verður hjá leikhúsinu, föstudagskvöldið 16. febrúar n.k á leikverkinu Gaukhreiðrið eftir samnefndri bók Ken Kensey og leikgerð Dale Wasserman í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar. Leikstjóri er Gunnar Björn Guðmundsson.

 

Lesa meira

Óskað eftir kauptilboði í byggingarrétt hótels á Jaðarsvelli

Í dag er auglýst eftir tilboðum í byggingarrétt á hóteli sem áætlað er að rísi á Jaðarsvelli það er Akureyrarbær sem auglýsir lóðina.  Um er að ræða 3000 fm lóð og eins segir í auglýsingu ,,staðsetningin einstök við einn besta golfvöll landsins og útivistarsvæði bæjarins í Naustaborgum og Kjarnaskógi sem bjóða upp á spennandi möguleika árið um kring. Má segja að þetta hótel verði algjör hola í höggi.“

Tilboðum i lóðina á að skila rafrænt gegnum útboðsvef bæjarins og er skilafrestur til 13 mars n.k. klukkan 12 á hádegi.  Tilboð verða svo opnuð í Ráðhúsinu kl 14 sama dag. 

Lesa meira

Götuhornið - Formaður LEHÓ skrifar

Ég og strákarnir erum búnir að vera að lesa Götuhornið en það var reyndar lesið það fyrir mig af því að ég er dislexískur og svoleiðis en ég er samt ekkert heimskur sko.  En það eru bara einhverjir að skrifa um Akureyri og eitthvað þannig svona sveitasjitt. Þú veist - við erum líka fólk sko.  Við megum vera líka með og ég bara - þú veist - ef þetta kemur ekki í Götuhorninu þá....  Ókey - allavega þá vitum við hvar þú átt heima.

Þegar það var kosið mig af strákunum sem formaður Landssamtaka endurkomumanna á Hólmsheiði (LEHÓ) vildi ég bara gera mitt. Skila mínu til samfélagsins. Maður er ekkert bara eitthvað rusl. Við erum menn og samfélagið skuldar okkur alveg. Það vita bara ekki allir að því og ég þarf bara að koma til dyranna eins og ég er fæddur. 

 

Lesa meira