Fréttir

Listaverk unnin úr mosa á Kaffi Lyst

Listakonan Marzena er heilluð af náttúrunni, en hún verður með sýningu sem henni tengist í Kaffi Lyst í Lystigarðinum á Akureyri dagana 23. og 24. mars næstkomandi.

„Mosalistin mín byrjaði sem sambland af ást til náttúrunnar og áhuga á handverki. Mosaskreytingar eru mjög einstakar og fallegar innanhússkreytingar. Það er eitthvað einstakt og róandi við það. Mosalist er mjög vinsæl í Evrópu líka á opinberum stöðum, sérstaklega hótelum, heilsulindum, skrifstofum, snyrtistöðum, veitingastöðum,“ segir Marzena í tilkynningu.

Ég nota nokkrar tegundir af mosa sem er varðveittur í glýseríni og litarefnum. Hann er ekki lifandi lengur en heldur fersku útliti og stinnleika. Mosinn þarf ekkert viðhald, þarf bara að halda honum frá hitagjafa, beinu sólarljósi og vatni. Þegar loftraki er lágur verður mosinn stífari en þegar raki hækkar verður hann aftur þéttur og mjúkur,“ segir hún enn fremur. Marizena flytur inn mosa frá Póllandi en upprunalega kemur hann frá Ölpunum, Finnlandi og Kaukas

Lesa meira

Óbyggðanefnd gerir kröfur í nokkur blindsker í Grýtubakkahreppi

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps furðar sig á þeirri kröfu að nokkur blindsker undan ströndum hreppsins skuli verða þjóðlendur ríkisins. Óbyggðanefnd hefur nú gert kröfur í nokkur sker sem liggja úti fyrir Látraströnd og Þorgeirsfirði

„Engin leið er að sjá tilganginn og vandséð um nokkra nýtingu skerjanna eða áhrif af þessari gjörð fyrir þjóðina. Sýnist hér um að ræða algerlega tilgangslausa sóun á almannafé við þetta brölt óbyggðanefndar,“ segir í bókun sveitarstjórnar.  Leggur hún fast að nefndinni að falla frá þessum kröfum sem að Grýtubakkahreppi snúa án frekari málareksturs.

„Þetta eru örfá sker  sem koma upp á fjöru, engum til gagns og algjörlega fráleitt að hægt sé að kalla þetta eyjar. Þetta eru blindsker og ef til kannski bara gott að ríkið beri á þeim ábyrgð. Í okkar huga er það fyrst og fremst kjánalegt að gera kröfur í þessi sker og að ríkið skuli vera í þessum eltingaleik um einskins verða hluti,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

Lesa meira

Fimman hjá SVA ekur aftur sína leið

Þriðjudaginn 19. mars fer leið 5 hjá Strætisvögnum Akureyrar aftur sína leið samkvæmt áætlun og hættir að aka um Kristjánshaga eftir tímabundna breytingu á leiðinni vegna framkvæmda í Naustahverfi.

Biðstöðvar sem settar voru upp til bráðabirgða í Kristjánshaga verða þá færðar aftur upp í Kjarnagötu við Jóninnuhaga og Geirþrúðarhaga eins og sést á meðfylgjandi korti

Lesa meira

Einbúavirkjun í Skjálfandafljóti

„Það kemur á óvart hversu margir voru hlynntir virkjuninni, fylgi við hana hefur aukist umtalsvert frá því umræður um hugsanlega virkjun í Einbúa voru fyrst settar fram fyrir nokkrum árum. Það er stuðningur við Einbúavirkjun í öllum póstnúmerum í Þingeyjarsveit,“ segir Eyþór Kári Ingólfsson oddviti E-listans í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar um skoðanakönnun sem Maskína gerði fyrir Litluvelli ehf. um viðhorf íbúa til Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Könnunin náði til 500 þátttakenda. Íbúar Þingeyjarsveitar eru um 1.500 talsins.

Lesa meira

Mikilvægt að gefa íslenskunni séns!

Tveir af nemendunum sem tóku þátt í Gefum íslensku séns – kennslustundinni í SÍMEY í gær eru Flora Neumann frá Þýskalandi og Peter Höller frá Austurríki. Bæði hafa þau búið um nokkurra ára skeið á Íslandi og hafa löngun til þess að læra íslenskuna eins vel og nokkur kostur er. Þau eru sammála hugmyndafræðinni í Gefum íslensku séns, þ.e. að Íslendingar tali íslensku við fólk af erlendum uppruna sem vill læra íslensku, enda sé það mikilvægur þáttur í því að það öðlist æfingu og færni í að tala tungumálið.

Lesa meira

Gefum íslensku séns - MA-nemar tóku þátt í íslenskukennslu

SÍMEY leitast stöðugt við að hafa fjölbreytni að leiðarljósi í kennslu í íslensku fyrir fólk af erlendum uppruna. Í gær var kennslan undir formerkjum Gefum íslensku séns, sem er hugmyndafræði sem upphaflega má rekja til Háskólaseturs Vestfjarða.

Lesa meira

TF- LÍF komin á Flugsafnið.

 Það mátti sjá mikla eftirvæntingu í andlitum hollvina Flugsafnsins þegar nýjasti sýningargripur safnsins, björgunarþyrlan TF-LÍF,  renndi i flughlaðið fyrir fram safnið nú síðdegis eftir ökuferð frá Reykjavík.

Lesa meira

Merkri sögu iðnaðarbæjarins verður haldið á lofti

„Iðnaðarsaga Akureyrar er merkileg og við munu leggja okkar metnað í að segja hana,“ segir Haraldur Þór Egilsson safnstjóri Minjasafnsins á Akureyri en í liðinni viku færðist rekstur Iðnaðarsafnsins yfir til Minjasafnsins. Fyrsta verkefnið er opnun ljósmyndasýningar í dag, fimmtudaginn 14. mars kl. 17. Þar verða sýndar 120 ljósmyndir frá hinum ýmsu iðnaðarfyrirtækjum sem störfuðu í bænum á árum áður. Sýningin verður í Minjasafninu en færist yfir í Iðnaðarsafnið með sumaropnun þess.

Lesa meira

Leikdómur - Bróðir minn Ljónshjarta, skemmtileg og falleg sýning

Leikfélag Hörgdæla - Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren í þýðingu Þorleifs Haukssonar í leikgerð Evu Sköld.

Leikstjóri:Kolbrún Lilja Guðnadóttir
Tónlistarstjóri: Svavar Knútur
Framkvæmdarstjóri:Kristján Blær Sigurðsson
Aðstoðarframkvæmdarstjóri:María Björk Jónsdóttir
Leikmyndahönnuður:Hafrún Bylgja Guðmundsdóttir
Ljósahönnuður:Þórir Gunnar Valgeirsson 

Lesa meira

Námsstefna um aðgerðarmál í annað sinn

Þátttakendur voru um 50 talsins sem allir koma að stjórnun og stýringu aðgerða í umdæmi LSNE sem nær allt frá Fjallabyggð í vestri að Bakkafirði í austri

Lesa meira