Fréttir

Húshitunarkostnaður í Grýtubakkahreppi sá þriðji hæsti á landinu

„Við teljum að þessar kröfur séu mjög hógværar,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Sveitarstjórn hefur farið fram á að gjaldskrá Reykjaveitu, þaðan sem íbúar sveitarfélagsins fá heitt vatn verði ekki meira en 30% hærri en aðalveitu Norðurorku frá 1. janúar árið 2026.  Gjaldskráin er um þessar mundir um 60% hærri en sú sem notendur aðalveitunnar greiða, m.a. Akureyringar. 

Lesa meira

Eitt elsta félag bæjarins lagt niður

Á aðalfundi kvenfélagsins Hlífar 12. mars 2024 var samþykkt að leggja félagið niður.   4. febrúar 1907 var kvenfélagið Hlíf stofnað af nokkrum konum í Akureyrarkaupstað. Aðalmarkmið félagsins fyrstu árin var „að hjúkra og aðstoða fátæka og örvasa gamalmenni“ eins og fram kemur í fyrstu lögum félagsins.

Lesa meira

Kynning Wolt hefur heimsendingar á Akureyri

Hin vinsæla heimsendingarþjónusta Wolt stækkar enn frekar á Íslandi og opnar á Akureyri í vikunni. Eftir farsælt ár í Reykjavík og á Suðvesturlandi nær þjónustan nú til Norðurlands.

Frá og með 20. mars eru bláu sendlarnir tilbúnir að hefja afhendingu vara frá veitingastöðum og verslunum til fólks á Akureyri. Wolt hefur samið við meira en 30 sendla á Akureyri sem sjá um heimsendingarnar.  Fyrirtækið býður upp á vettvang sem sameinar staðbundnar verslanir og veitingastaði, sendla og viðskiptavini og gerir þér mögulegt að fá nánast það sem þú vilt sent heim á um 40 mínútum.

Lesa meira

Framsýn - Ánægja með samninginn atkvæðagreiðslu lýkur n.k. miðvikudag

Framsýn stóð fyrir kynningarfundi í gær um nýgerðan kjarasamning SA og SGS sem Framsýn á aðild að fyrir sína félagsmenn á almenna vinnumarkaðinum. Góðar og miklar umræður urðu um samninginn. Formaður Framsýnar fór yfir helstu atriði samningsins og síðan var opnað fyrir fyrirspurnir.

Lesa meira

Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun

Ný námsleið verður í boði næsta haust innan hjúkrunarfræðideildar Háskólans á Akureyri í samstarfi í félagsráðgjafadeild Háskóla Ísland.

Þetta er framhaldsnám á meistarastigi, 60 ECTS og ber heitið Ráðgjöf í málefnum fólks með heilabilun. Megininntak námsins er sérhæfing á sviði heilabilunar með áherslu á persónumiðaða, heildræna og samþætta ráðgjöf og þjónustu við fólk með heilabilun og aðstandendur þeirra auk ráðgjafar og fræðslu til faghópa, almennings og stofnana. Námið er þverfræðilegt enda krefst ráðgjöf í heilabilun víðrar sýnar og samstarfs margra aðilasegir í tilkynningu.

Mikið samfélagslegt gildi

Námsleið þessi hefur mikið samfélagslegt gildi þar sem hún er unnin í samræmi við stefnumótun og aðgerðaráætlun stjórnvalda í málefnum fólks með heilabilun. Mikil þörf er á aukinni menntun og fagþekkingu í þessum málefnum í ljósi ört vaxandi hóps með heilabilun og er mikilvægt fyrir heilbrigðis og velferðarkerfið í heild. Starfsvettvangur ráðgjafa í málefnum fólks með heilabilun er talinn víðtækur en þar á meðal eru stjórnunar og ráðgjafastörf innan heillbrigðis-og velferðarkerfisins eins og innan heilbrigðisumdæma, minnismóttaka, heilsugæslu, heimahjúkrunar, félagslegrar heimaþjónustu, dagþjálfunar og hjúkrunarheimila.

Lesa meira

Lokaorðið - Bölmóðssýki og brestir.

Í gegnum tíðina höfum við lært margt varðandi góða líkamlega heilsu. Við hættum að reykja, erum dugleg að hreyfa okkur og vitum allt um hollt mataræði. Við lítum vel út hið ytra, eldumst lítið og borðum lífrænt.

Lesa meira

Ný kvikmynd um Stellurnar frumsýnd í dag

Áhugahópurinn  um varðveislu sögu togara Ú A  lætur sér ekki nægja að fjármagna smíði líkana af togurunum því aukin heldur stendur hópurinn fyrir þessari kvokmynd sem hér má sjá fyrir neðan .

Myndin segir söguna frá kaupunum á Stellunum frá Færeyjum  

Það voru þeir Sigfús Ólafur Helgason og Trausti  Guðmundur sem unnu myndina fyrir hópinn sem er leiddur eins og fram hefur komið  af Sigfúsi.

Vefur Vikublaðsins fékk góðfúslegt leyfi fyrir birtingu myndarinnar, gjörið svo vel !

https://www.facebook.com/share/v/FrQsVmZaxYvEXUEx/?mibextid=K35XfP

Lesa meira

Að vera ég sjálf

„Ég fíla svo vel að vera frónari, og búa á Íslandi“, var oft sungið þegar ég var lítil og ég gæti sem best sungið þetta lag flesta daga. Mér finnst fínt að vera í frostpinnafélaginu, elska norðangolu og rigningu og finnst veturinn ekkert svo hræðilegur. Mér leiðast reyndar umhleypingar, saltpækill á götum, sullumbull og hálka til skiptis og væri eins og margir aðrir, alsæl með froststillur vikum saman.

Lesa meira

Listaverk unnin úr mosa á Kaffi Lyst

Listakonan Marzena er heilluð af náttúrunni, en hún verður með sýningu sem henni tengist í Kaffi Lyst í Lystigarðinum á Akureyri dagana 23. og 24. mars næstkomandi.

„Mosalistin mín byrjaði sem sambland af ást til náttúrunnar og áhuga á handverki. Mosaskreytingar eru mjög einstakar og fallegar innanhússkreytingar. Það er eitthvað einstakt og róandi við það. Mosalist er mjög vinsæl í Evrópu líka á opinberum stöðum, sérstaklega hótelum, heilsulindum, skrifstofum, snyrtistöðum, veitingastöðum,“ segir Marzena í tilkynningu.

Ég nota nokkrar tegundir af mosa sem er varðveittur í glýseríni og litarefnum. Hann er ekki lifandi lengur en heldur fersku útliti og stinnleika. Mosinn þarf ekkert viðhald, þarf bara að halda honum frá hitagjafa, beinu sólarljósi og vatni. Þegar loftraki er lágur verður mosinn stífari en þegar raki hækkar verður hann aftur þéttur og mjúkur,“ segir hún enn fremur. Marizena flytur inn mosa frá Póllandi en upprunalega kemur hann frá Ölpunum, Finnlandi og Kaukas

Lesa meira

Óbyggðanefnd gerir kröfur í nokkur blindsker í Grýtubakkahreppi

Sveitarstjórn Grýtubakkahrepps furðar sig á þeirri kröfu að nokkur blindsker undan ströndum hreppsins skuli verða þjóðlendur ríkisins. Óbyggðanefnd hefur nú gert kröfur í nokkur sker sem liggja úti fyrir Látraströnd og Þorgeirsfirði

„Engin leið er að sjá tilganginn og vandséð um nokkra nýtingu skerjanna eða áhrif af þessari gjörð fyrir þjóðina. Sýnist hér um að ræða algerlega tilgangslausa sóun á almannafé við þetta brölt óbyggðanefndar,“ segir í bókun sveitarstjórnar.  Leggur hún fast að nefndinni að falla frá þessum kröfum sem að Grýtubakkahreppi snúa án frekari málareksturs.

„Þetta eru örfá sker  sem koma upp á fjöru, engum til gagns og algjörlega fráleitt að hægt sé að kalla þetta eyjar. Þetta eru blindsker og ef til kannski bara gott að ríkið beri á þeim ábyrgð. Í okkar huga er það fyrst og fremst kjánalegt að gera kröfur í þessi sker og að ríkið skuli vera í þessum eltingaleik um einskins verða hluti,“ segir Þröstur Friðfinnsson sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi

Lesa meira