Stærsta árið í hvalaskoðun frá Húsavík

Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið.…
Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið. Mynd á vefsíðu Norðurþings. Hafþór Hreiðarsson

Talsverð aukning varð í fjölda farþega sem fóru í hvalaskoðun frá Húsavík á árinu sem senn er liðið.

Alls fóru 131 þúsund manns í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík á árinu 2023 sem er tæplega 24% aukning frá fyrra ári.

Árið 2023 er þar með stærsta árið í hvalaskoðun til þessa en um 110.000 farþegar fóru í hvalaskoðunarferðir frá Húsavík á árunum 2016- 2018. Fjögur fyrirtæki hafa boðið uppá í hvalaskoðunarferðir á þessu ári. Þetta kemur fram á vefsíðu Norðurþings.

Nýjast