Fólki leggi ekki leið sína í Breiðholt að horfa á áramóta brennu á nýjum stað

Á þessari loftmynd má sjá brennustæðið, svæði þar sem leggja má bifreiðum og gönguleiðir að brennunn…
Á þessari loftmynd má sjá brennustæðið, svæði þar sem leggja má bifreiðum og gönguleiðir að brennunni. Kveikt verður í myndarlegri brennu á þessum stað kl. 20.30 á gamlárskvöld. Mynd á vef Akureyrarbæjar

Áramótabrenna Akureyringa verður vegna breyttra aðstæðna og framkvæmda á svæðinu við Réttarhvamm færð yfir á autt og óbyggt svæði á Jaðri nokkru sunnan við golfskálann.

Árleg flugeldasýning á gamlárskvöld verður áfram á sínum stað skammt frá höfuðstöðvum Norðurorku og hefst hún um kl. 21. Á gamlárskvöld. Það er Björgunarsveitin Súlur sem sér um sýninguna en hún er í boði Norðurorku.

Biðla til fólks um að fara ekki í Breiðholt

Eigendur hesthúsa í Breiðholti eru uggandi vegna nýrrar staðsetningar brennunar og bendi Edda Kamilla Örnólfsdóttir í hverfisnefnd Breiðholts hesthúsahverfis á að engin bílastæði séu fyrir fólk á svæðinu og snjómokstur sé þar takmarkaður.

„Þarna er hins vegar mikið um heyrúllur og annað sem er mjög eldfimt og ekki æskilegt að vera með blys og/eða annan eld nálægt. Ekki er mikið um brunahana né mokað frá þeim. En fyrst og fremst þá er álagið á hrossin í hverfinu gríðarlega mikið yfir áramótin og aukin umferð um hverfið mun aðeins auka á streitu þeirra,“ segir Edda Kamilla og biður fólk umfram allt að horfa á brennuna annars staðar en þar.

Nýjast