Fréttir

easyJet byrjað að selja flugferðir út febrúar til Akureyrar

Breska flugfélagið easyJet tilkynnti í morgun flugáætlun sína fyrir tímabilið desember 2024- febrúar 2025. Nú er hægt að bóka ferðir með flugfélaginu til og frá Akureyri á þessu tímabili, sem bætist við október og nóvember sem áður hafði verið tilkynnt um.

Lesa meira

Bæjarráð Gjaldskrárhækkanir er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu endurskoðaðar

Akureyrarbær mun endurskoða þær gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu og miða við að hækkun ársins 2024 verði ekki umfram 3,5%

Bæjarráð fjallaði um áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024 á fundi í morgun.

Lesa meira

Gjaldskrár leik- og grunnskóla lækkaðar í Hörgársveit

Sveitarstjórn Hörgársveitar samþykkti á fundi sínum 21. mars 2024 að í tengslum við kjarasamninga verði gjaldskrár er varða leikskóla og grunnskóla lækkaðar frá því sem áður hafði verið ákveðið. Um áramót var samþykkt að gjaldskrá hækkaði um 4,9% á milli ára en á fundi sveitarstjórnar í dag var ákveðið að hækkunin næmi 3,5%.Þessi breyting tekur gildi 1. apríl 2024.

Lesa meira

Gestavinnustofa Listasafnsins opin á laugardaginn kl. 14-17

Brasilíska myndlistarkonan Clara de Cápua hefur dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri undanfarnar vikur. Laugardaginn 23. mars kl. 14-17 verður vinnustofan opin þar sem de Cápua sýnir afrakstur vinnu sinnar. Gengið er inn úr porti bakvið Listasafnið.

Lesa meira

Sáttatillaga upp á 25 milljónir vegna tafa við gatnagerð í Móahverfi

Samþykkt hefur verið sáttatillaga milli Akureyrarbæjar og Norðurorku við verktakafyrirtækið G. Hjálmarsson um greiðslu 25 milljóna króna vegna tafa sem urðu við útboðsverkefnið Móahverfi 1, gatnagerð og lagnir.

Lesa meira

Fyrsta jarðgerðarvélin sett upp við verslun Samkaupa í Mývatnssveit

Samkaup hefur komið upp jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun Krambúðarinnar í Mývatnssveit. Vélin breytir lífrænum úrgangi í jarðvegsúrgang á aðeins einum sólarhring og allur jarðvegurinn sem kemur úr vélinni verður nýtt í nærumhverfinu. Gengið hefur verið frá samkomulagi við Skóla- og leikskólasvið Reykjahlíðar um að nemendur á svæðinu nýti jarðveginn í ræktun á grænmeti og til uppgræðslu á sínu nærumhverfi.

Lesa meira

Downs - dagurinn er i dag

Að eignast barn með Downs-heilkenni getur verið krefjandi og viðbrögð heilbrigðisstarfsfólks skipta þar öllu máli. Í tilefni af Downs-deginum í dag segir Arnheiður Gísladóttir (Addý), móðir Rúbens sem fæddist með Downs-heilkenni á Sjúkrahúsinu á Akureyri árið 2020 frá sinni upplifun.

Lesa meira

Þórsstelpur leika til úrslita í VÍS bikarnum í körfubolta

Lið Þórs tryggði sér sæti í úrslitaleik bikarkeppni KKÍ í kvöld þegar þær lögðu sterkt lið Grindavíkur  með 79 stigum gegn 75 stigum Grindavikurstelpna í hörkuleik sem fram fór Laugardalshöllinni.

Lesa meira

Sigurður Arnarson veitt Hvatningarverðlaun skógræktar í dag

Hvatningarverðlaun skógræktar voru veitt í fyrsta skipti í dag á fagráðstefnu skógræktar í Hofi, sem er við hæfi á alþjóðlegum degi skóga.

Lesa meira

SAk tekur stökk um 6 sæti í Stofnun ársins á milli ára

Ímynd SAk er á góðri leið og mælist rétt undir meðallagi þátttakandi stofnanna og ívið betri en á öðrum heilbrigðisstofnunum.

Lesa meira