Fréttir

Um 2550 nemendur í grunnskólum Akureyrarbæjar

Grunnskólar Akureyrarbæjar hófu starfsemi að nýju eftir sumarleyfi í dag, fimmtudaginn 22. ágúst. Nemendur í öllum grunnskólum eru alls um það bil 2550 talsins og þar af eru 213 börn að hefja sína skólagöngu í 1. bekk. 

Lesa meira

Sjötíu manns í Sveppagöngu

Vel var mætt í árlega sveppagöngu Skógræktarfélags Eyfirðinga en sjötíu manns voru með í göngunni sem fram fór á Melgerðismelum á dögunum.

Lesa meira

Gestavinnustofa Listasafnsins á Akureyri opin á laugardaginn

Undanfarnar vikur hefur myndlistarfólkið Marius van Zandwijk og Andrea Weber dvalið í gestavinnustofu Listasafnsins á Akureyri. Laugardaginn 24. ágúst kl. 15-18 verður vinnustofan opin og má þá sjá afrakstur vinnu þeirra síðustu vikur.

Lesa meira

Menntaskólinn á Akureyri - Stuð og stemning á skólasetningu

Mikill mannfjöldi var samankominn í Kvosinni í morgun þegar Menntaskólinn á Akureyri var settur. Skólameistari Karl Frímannsson bauð gesti velkomna og sagði nokkur vel valin orð áður en hljómsveitin Feelnik steig á stokk. Hljómsveitina skipa þeir Adam Jóseph Crumpton, Axel Vestmann, Elías Guðjónsson Krysiak, Ívar Leó Hauksson og Valdimar Kolka. Eftir kröftugan flutning á Kennarsleikju, frumsömdu lagi þeirra félaga, var komið að ræðu skólameistara.

Lesa meira

Ríkið eignast 85% í Hlíð gegn því að fjármagna endurbætur

Samkomulag hefur náðst um að Ríkissjóður Íslands standi straum af kostnaði við endurbætur og viðhald á húsnæði hjúkrunarheimilisins Hlíðar við Austurbyggð.

Lesa meira

Heilsugæsla á Akureyri

Á undanförnum árum hefur verið lögð sérstök áhersla á að efla og bæta aðgengi heilsugæslu á Akureyri sem og efla heilsugæslur á landinu öllu sem fyrsta viðkomustað. Breytingar hafa orðið á skipulagi heilsugæslna til að mæta einstaklingum með betri hætti en starf heimilislækna er fjölbreytt, samskiptafjöldi mikill og vinna utan dagvinnutíma töluverð.

Lesa meira

Vísindafólkið okkar - Grænmetisæta með einlægan áhuga á pólitík og vísindaskáldsögum

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólkinu okkar. Vísindamanneskjan í ágúst er Adam Fishwick, rannsóknarstjóri við Miðstöð doktorsnáms og stjórnsýslu rannsókna ásamt því að vera gestaprófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Lesa meira

Óvenju margir nýnemar í VMA

Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Sem næst 1000 nemendur hefja nám við skólann á haustönn og hefur þeim fjölgað töluvert frá fyrra ári. Nýnemar í skólanum (f. 2008) eru á milli 250 og 260 og hafa ekki verið fleiri til fjölda ára. Til samanburðar hófu 215 nýnemar nám við VMA haustið 2023. Sigurður Hlynur Sigurðsson áfangastjóri segir að aldrei í 40 ára sögu skólans hafi verið jafn fjölbreytt námsframboð í skólanum og núna á haustönn.

Lesa meira

Má fjársýslan semja við Rapyd?

Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast.

Lesa meira

SAk - Færri ferðamenn hafa leitað á bráðamóttöku í ár

„Það eru alltaf sveiflur í starfseminni. Árið 2023 einkenndist af miklu álagi og gríðarlega mikilli rúmanýtingu en árið í ár er nær því sem eðlilegt þykir á bráðadeildum en oft er talið að um 85% rúmanýting sé eðlilegt viðmið,“ segir Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri.

Lesa meira