Sjötíu manns í Sveppagöngu
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sá um að fræða og upplýsa þátttakendur af sinni alkunnu snilld. Myndir Skógræktarfélag Eyfirðinga
Vel var mætt í árlega sveppagöngu Skógræktarfélags Eyfirðinga en sjötíu manns voru með í göngunni sem fram fór á Melgerðismelum á dögunum.
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir sá um að fræða og upplýsa þátttakendur af sinni alkunnu snilld. Áhugi almennings á að nýta sér villta sveppi sem finna má víða í náttúrunni hefur aukist hin síðari ár. Víða í nágrenni Akureyrar má sjá fólk á ferðinni með körfu og hníf í leit að góðum sveppum.
Áhugi almennings á að nýta villta sveppi fer vaxandi.