Samið við Mýflug um flug til Hafnar

Samið við Mýflug um flug til Hafnar
Samið við Mýflug um flug til Hafnar

Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Mýflug um flug til Hornafjarðar.  Um er að ræða samning til þriggja ára þar sem flogið er átta sinnum í viku á milli Reykjavíkur og Hornafjarðar.   Samningurinn gerir ráð fyrir að flogið sé á 19 sæta flugvél og vélin sé búin jafnþrýstibúnaði.

Vegagerðin býður út samninga við flugfélög um ríkisstyrkt innanlandsflug.  Í dag eru leiðirnar sem styrktar eru fimm en það eru flugleiðirnar:

Reykjavík – Bíldudalur,
Reykjavík – Gjögur,
Akureyri – Grímsey,
Akureyri – Þórshöfn/Vopnafjörður
Reykjavík – Höfn.

 Auk framangreindra flugleiða hafa flugleiðirnar Reykjavík – Vestmannaeyjar og Reykjavík – Húsavík verið boðnar út en um þau verkefni hefur ekki verið samið. Fjöldi farþega á þessum flugleiðum hefur aukist talsvert og er aukningin á fyrstu sjö mánuðum þessa árs rúm 17 %.

Nýjast